Búfræðingurinn - 01.01.1936, Síða 70
66
flarða'bæt'up á íslancy..
Eftir Sír. SiRurðsson fyrv. búnaðarmálÚstnóra.
Land. vort hefir verið byggt í meira en looo ár. Eeður vorir
hafa aðallega lifað af búnaði. Eyrst með breytingum síðari ára -
auknum fiskveiðum og iðnaði - er landbúnaðurinn minna cáberandi í
Þjóðarbúskapnum,en er þó enn einn aðalatvinnuvegur þjóðarinnar.
hað er fróðlegt að athuga,hve mikið hefir verið unnið á umliðn-
um öldum að því að yrkja og bæta landið,svo að það gæti gefið meiri
jarðargróður,sem tryggði betur afkomu búpenings og gerði landið
byggilegra. Jarðabæturnar eru undirstaðan fyrir þessum framförum.
Hvað mikið er unn:ð að jpeim,stendur í beinu sambandi við aukna rækt-
un. Með auknum jarðabótum vex ræktunin,og ef samtímis eru teknar upp
nýjar og betri aðferðir til framkvæmda jarðabótunum,vex árangur af
þessu starfi. Eg hefi safnað skýrslum um unnar jarðabætur á landi
voru,fyrir hvert einstakt búnaðarfélag og landið í heild. Þessar
skýrslur gefa ljósa hugmynd af framþróuninni. Því miður eru engar
skýrslur um unnar jarðabætiir frá fyrri öldum,það er eigi fyrr en um
miðja 19. öld,að farið er að safna þeim. Hér skulu nefndar nokkrar
tölur um heildarutkomu jarðabótanna,er sýna framþróun þeirra.
Samstæðar skýrslur um jarðabætur er fyrst farið að gera 1843,
en þá aðallega um skurðagerð,búfnasléttur og girðingar. Þetta var
fært í búnaðarskýrslur,sem safnað var. Árið 1892 er farið að safna
skýrslum fyrir unnar jarðabætur allra búnaðarfélaga á landinu, og
síðan eru til gl'lggámskýrslur um allar unnar jarðabætur.
Þær jarðabætur,sem unnar voru fyrir 1892,voru eigi miklar.
Fyrst eftir þann tíma er farið að mæla þær reglulega og lítils hátt-
ar styrkur er veittur til þeirra,og þá fara jarðabæturnar að aukast.
Framkvæmdunum má aðallega skifta í tvö tímabil,árin 1892-1923 og
1924 - 1933.
Á fyrra tímabilinu smá aukast jarðabæturnar ár frá ári. Mestár
verða þær 1912,þá 158000 dagsv. á öllu landinu. Á þessu tímabili eru
alls unnin 2.761.3oo dagsv.,og styrkur sá,sem til þeirra var veittur,
af því opinbera,nam kr. 6J)1.000 eða 23 aurum á dagsverk.
Á seinna tímabilinu,sem nær yfir lo ár,og þar sem styrkveitingar
samkvæmt jarðræktarlögunuia.ig'álda, eru alls unnin 5.551«760 dagsverk
og styrkur sá,sem til þeirra hefir verið veittur,nemur kr.4.348.669
eða á dagsverk 78 aurar að meðaltali.
Jarðabótamönnum f,iölgar ár f'rá ári. 1894 voru taldir 1739 jarða-
bótamenn,er hver lét vinna að meðaltali 25 dagsv. Árið 1934 var tala
jarðabótamanna 4842;að meðaltali lét hver þeirra vinna 138 dagsv.
Margháttaðan fróðleik um unnar jarðabætur er hægt að fá úr
jarðabótaskýrslunum. Hér eru aðeins nefndar örfáar tölur.