Búfræðingurinn - 01.01.1936, Side 88
S'4
Frá Bændaskólanum á Hvanneyri.
Eins og að nndanförnu mun ,,BÚfræðingurinnu nú segja ylckur þær
helsu fréttir,sem markverðar Ipykja frá Hvanneyri skólarið 1935Ö36:
Kennaraskifti.
í maí s.l. vor sigldi kórir Guðm\inAsson kennari til Svíþjóðar
í þeim tilgangi að kynna sér fóðrunartilraunir með búfé,einkum
meitingartilraunir. Dvaldi hann þar vorið og s\imarið. í vetur er
hann í Reykjavík við rannsóknir á meltanleila. heys. í stað hans hef-
ir kennt hér í vetur Guðbrandur Magnússon frá HÓlum í Hrófbergghr.
Strandasýslu. Er hann útskrifaður frá Menntaskólanum á Akureyri og
kennaraskólanum,en er ekki búfræðikandídat. Hann hefirskennt fög
ÞÓris að undanskilinni efnafræði og teikningum í eldri-deild,sem
Guðmundur JÓnsson hefir kennt,en Guðbrandur í stað þess tekið teikn-
ingar í yngri-deild og íslensku. Þegar þetta er skrifað,mun ]pað ekki
fullráðið,hvort Þórir heldur rannsóknastörfum sínum áfram í Reykja-
vík eða tekur upp kennslu hér aftur,og ennfremur hver muni verða
eftirmaður hans,ef hann hættir kennslustörfUM hér.
Kennslan.
Henni hefir verið hagað líkt og undanfarið að öðru leyti en
]?ví,að kennslustundum í líffærafræði og stærðfræði hefir verið fækk-
að um eina á viku og notaðar til kennslu í dönsku.
Kennslubækur.
Á þessu skólaári hafa bætst við nokkrar nýjar kennslubækur,all-
ar fjölritaðar. Má þar fyrst nefna jarðræktarfræðina. önnur útgáfa
hennar var fjölrituð í haust sem leið. Er hún allmikið-aukin og end-
urbætt. Þá samdi undirrifaður hagfræði og lét fjölrita hana. Er hún
5>o bls.,en jarðræktarfr. 123 bls.(béttskrifað í folio); Loks samdi
skólastjóri og lét fjölrita eðlisfræði 48 bls. En áður hefir verið
fjölrituð búnaðarsaga eftir Guðm. Jónsson og Steingrím Steinþórsson.
Jarðr.fr.,hagfræðin og búnaðarsagan eru einnig kenndar á Hólum.
Námskeið.
Dagana 18. nóv. til 5» des. í vetur (1935) voru haldin hér tvö
námskeið,annað í búreikningafærslu og hitt fyrir eftirlitsmenn naut-
griparæktarfélaga. Við búreikninganámskeiðið kenndi Guðmundur Jónsson
kennari,en við eftirlitsnámskeiðið Gunnar Árnason búfræð iHcandídat,
Halldór Vilhýálmssorp^skólastjóri og Ásgeir Ólafsson dýralæknir.
Þatttakendur voru lo á hvoru námskeiði. Þeir,sem sóttu búreikninga-
námskeiðið,voru allt búfræðingar,flestir frá Hvanneyri,og toku þeir
jafnframt þátt í hinu námskeiðinu. Eiga þeir að vera færir um að
leiðbeina við búpeikningafærslu,svo og að verða eftirlitsmenn.
x)Auk þess 2 skolapiltar á •búreikninganamskeiðinu.