Búfræðingurinn - 01.01.1936, Page 94

Búfræðingurinn - 01.01.1936, Page 94
Kæru búfræðinp;ar! "BÚfræðingurinn" er barn vorsins. Um. leið og geislar 'vrarsólar- innar leysa klakafjötra skammdegisins rís hann úr vetrarhýði sínu sem ungur»áhugasamiu? æskumaður,er í fyrsta sinn finnur köllun sína og þýtur með áhugamál sín til ykkar,búfræðinganna fyrst og fremst, en einnig annara,er á móti honum vilja taka. Á blaðsíðunum hér að framan hefir verið reynt að tína til nokkrar leiðbeiningar,sem geta létt ykkur,lesendunum,daglegu störfin, gert þau fljótlegri,auðveldari og ódýrari,en jafnframt betur af hendi leyst,ennfremur fróðleiksmola,fréttir frá Hvanneyri o.fl. Hvanneyr- arfréttirnar eru fyrst og fremst fyrir ykkur,Hvanneyringar,sem hafið löngun til þess að frétta frá skólanum ykkar,framkvæmdum hans og breytingum. Þegar þið' lesið þessar fréttalínur,munu þið margir í anda hverfa,,heimu að Hvanneyri og þið þekkið ykkur aftur mæta vel. Á starfi skólans eru tiltölulega litlar breytingar. Aðal-uppistaðan í námi og starfi er sú sama,]?ótt framfarir hafi orðið á sumum svið- um. Nemendurnir eru mestum breytingum háðir - nýir nemendur með nýju ári. En jafnvel þessar breytingar eru minni en m fljótu bragði virðist. Að vísu hafa gömlu herbergin ykkar hér verið í vetur skipuð nýjum mönnum,en það eru nemendur,sem að mörgu leyti eru líkir yklrur, sem fylltuð þennan skóla fyrir mörgum árum síðan. Það eru menn,sem íslenskt sveitalíf hefir mótað líkt og ykkur,menn,sem hafa svipuð áhugamál og þið höfðuð,menn með starfsj)rek,vinnugleði og fagrar framtíðarvonir eins og þið. Skólinn er sá sami,þótt þið hafið elst og lítið ef til vill öðrum augum á lífið en þegar þið fóruð héðan. að. Hvanneyringar - Holamenn. Mer hefir stundum fundist', minni aé samhljámur þessara nafna en vera mætti. Þau hafa stundum komið fram sem andstæður í stað ]pess að vinna saman. Og venjulega hafa þessir tveir skólar látið sig hag og starf hins litlu skifta. Á síðustu árum hefir þó nokkuð brytt á samstarfi,t.d. við val kennslu- bóka. Heimsóknir milli skólanna eru að hefjast og leggjast vonandi ekki niður,og ættu þær að geta orðið mikilvægur liður í auknu félags- starfi. En Jiað ]parf að gera meir'a. Það er hugsjón "Búfræðingsins'" að sameina alla búfræðinp^a j.-c undir merki samstarfs og félagsskapar,hvort sem þeir eru Hvanneyr- ingar,HÓlamenn,frá Eiðum eða Ólafsdal,hvort sem þeir hafa útskrifast frá búnaðarskóla eða ekki,hvort sem þeir hafa lágar einkunnir þaðan eða háar,aðeins að þeir hafi dvalið lengri eða skemmri tíma við nám á búnaðarskóla. 1 slíkum félagsskap er enginn Hvanneyringur til,eng- inn HÓlamaður,aðeins búfræðingar - allir búfræðingar ein heild!

x

Búfræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búfræðingurinn
https://timarit.is/publication/696

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.