Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2002, Qupperneq 42

Frjáls verslun - 01.05.2002, Qupperneq 42
STJÓRNUN KÍNVERSK HERKÆNSKULIST Stríð er að mörgu leyti áþekkt viðskiptum. í báðum tilfellum er um keppni að ræða. Sá sem hefur betur þarf ekki alltaf að vera sá sem er stærstur eða ríkastur. Viðskiptaheimurinn er harður heimur þar sem útsjónarsemi og mikil leikni er nauð- synleg. Gordon Gekko vitnaði mikið í SunTzu í myndinni Wall Street og sagði eitt sinn: „Stríð er ávallt unnið áður en til bar- áttu kemur.“ Um þetta snýst rit Sun Tzu í hnotskurn. Hægt er að túlka bókina yfir á tungumál viðskiptanna á marga vegu. Flest þeirra rita, sem Jjalla um tenginguna þar á rnilli, hafa byggst á þeim sex pólum við stefnumótun íyrirtækja sem hér verður drepið á. Vinna fullnaðarsigur án eyðileggingar >yAb komastyfir her andstœðingsins er mun betra en að eyða hon- um; það er betra að komast yfir herfylki, félaga og/eða fimm manna sveit andstœðingsins en að eyða þeim. “ Nauðsynlegt er að sækja fram og komast í mark- aðsráðandi stöðu. Alltof oft gleyma fyrirtæki sér og skaða markaðinn með verðstríði og/eða óút- hugsuðum markaðssóknum. Sun Tzu leggur mikla áherslu á að sækja fram en aðeins að veik- leikum samkeppninnar, að móta hugarfar stjórnenda hennar og láta þá laga sig að mark- miðum fyrirtækisins. Með því að nota alla þá þekkingu sem hægt er að komast yfir um mark- aðinn, samkeppnina og eigið fyrirtæki er hægt að ýta úr vör beinni sókn til að villa um iyrir sam- keppninni og nota svo óbein- ar sóknir til að ná fram skjótum sigri. Hraði, undirbúningur og góð stjórnun eru forsendur árangurs. Forðast styrkleika, ráðast á veikleika „Til að tryggja sigur verður að ráðast að þeim stöðum sam- keþþninnar þar sem varnir hennar eru litlar eða engar. Til að halda því sem þegar hefur áunnist er nauðsynlegt að verja það sem samkeþþnin ræðst ekki á. “ Stjórnendur í dag fara mjög oft öruggari leiðina að markmiðum sínum og líta alveg framhjá þessu lögmáli. Þeir herma beint eftir samkeppninni og ráðast að henni þar sem hún er sterkust. I raun er sú leið, sem virðist augljós, yfirleitt ekki sú rétta, en með því að velja hana geta stjórnendur forðast að axla ábyrgð gjörða sinna ef ekki gengur allt að óskum. Þegar fýrirtæki hætta að vera „þau sjálf ‘ og reyna sífellt að herma eftir öðrum ná þau aldrei lengra en að vera næstbest. Forsenda þess að vinna markaðinn er að skapa sér sérstöðu gagnvart samkeppnisaðilum. Bæði verður að móta og notast við styrk- leika fyrirtækisins á móti veikleikum samkeppninnar en með þessu næst hámarksarðsemi markaðssóknarinnar, auðlindir sparast og hægt er að komast hjá löngu og dýru markaðsstríði. Margar aðferðir er hægt að notast við í þessum efnum: árás á veikasta hluta virðiskeðju (e. value chain) samkeppninnar, ein- blína á veikari samkeppnisaðila frekar en þá sterkari eða forðast samkeppnina alveg og búa til nýjan markað og/eða verða snemma þátttakandi á nýjum mörkuðum annars staðar. Með því að sækja eingöngu fram og ráðast að veikleikum sam- keppninnar aukast sigurlíkur mjög. Lykillinn að vel- gengni er að þekkja veikleika hennar og geta sagt til um hvenær sé farsælast að ráðast til atlögu. Blekking og útsjónarsemi „Notaðu margar blekkingar. Láttu sjá þig í vestri en sæktu fram úr austri; notaðu tálbeitur í norðri en gerðu árás frá suðri. Gerðu óvininn óöruggan og ringlaðan svo stjórnun heraflans komist í uþþ- nám og hann tvístrist. “ Hér er mikilvægt að vera með samkeppnina, bolmagn, fyrirtækjamenningu og hugarfar stjórnenda hennar alveg á hreinu. Ekki dugir að hafa aðeins tölulegar stað- reyndir. Nauðsynlegt er að þekkja fýrirtækið sitt út og inn, styrkleika þess og veikleika, hvaða leiðir eru færar og hverjar ekki. Auk þess er mikilvægt að vera búinn að sjá fýrir hugsanleg við- brögð samkeppn- innar. Einnig þarf að vera á hreinu hvaða markaðir eru ákjósanlegir og hverjir ekki, þekking á markaðn- um, sem beijast skal á, verður að vera algjör. Einnig er nauð- synlegt að fela raunveru- legan ásetning með því að blekkja samkeppnina en umfram allt að láta ekki stjórnendur samkeppn- innar komast að áætl- unum iyrirtækisins. Hraði og undirbúningur „Hraði er undirstaða stríðs. Færðu þér í nyt óundirbúinn her and- stæðingsins, ferðastu 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.