Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2004, Blaðsíða 64

Frjáls verslun - 01.02.2004, Blaðsíða 64
Greinarhöfundar, María Hrund Marinósdóttir og Liz Bridgen, eru ráðgjafar hjá KOM ehf. sem vinnur m.a. fyrir Visa Europe, Heklu og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. MARKAÐSMÁL Kostun er ekki gjö! Mörg þekkt fyrirtæki fá inn á borð til sín beiðni um að kosta sjónvarpsþætti, starfsemi íþróttafélaga, verkefni á landsvísu eða við- burði. Hvað fá þau út úr kostun? VÖRUKYNNING - kostun getur skapað tækifæri fyrir fyrir- tæki að kynna vörur og/ eða þjónustu á vettvangi sem þau hefðu annars takmarkaðan aðgang að. Hér á landi tekur kostun í meginatriðum á sig þrjár myndir. IFYRSTA LAGI sfyðja fyrirtæki ýmis staðbundin málefni sem hafa þýðingu fyrir byggðarlögin þar sem fyrirtækin starfa. I ÖÐRU LAGI hafa fyrirtæki undanfarið gert stóra kostunar- samninga til langs tima á landsvísu. Dæmi um þetta eru m.a. stuðningur Sjóvár-Almennra við Kvennahlaupið og stuðningur Heklu við KSÍ. I ÞRIÐJA LAGI er kostun liður í markaðs- og kynningarstarfi alþjóðlegra fyrirtækja á heimsvísu en hefur verið löguð að að- stæðum hér á landi. Kostun Heklu á KSI snýst um meira en bara að fá vörumerki Heklu prentað á treyjur liðsmanna. Kostunarsamningur liggur fyrir sem kveður á um skyldur beggja aðila. Það er undir Heklu komið að nýta þetta tækifæri sem best til kynningar á fyrirtæk- inu og vörum þess. Fyrirtækið getur t.d. boðið viðskiptavinum og mögulegum samstarfsaðilum á landsleiki, nýtt leikmenn í kynningarstarfsemi og svo framvegis. I mörgum tilvikum er kostun hér á landi hluti af kostunar- stethu alþjóðlegra fyrirtækja sem hefur verið löguð sérstaklega að íslenskum aðstæðum. Alþjóðleg fyrirtæki með umboðsaðila á Islandi, t.a.m. Coca Cola, Esso og Siemens, styrkja íslenskar kvikmyndir, sjónvarpsþætti og íþróttaviðburði. Gjarnan er þessi stuðningur liður í alþjóðlegu markaðsátaki fyrirtækjanna sem beinist að tilteknum markhópum í mismunandi löndum. Visa er eitt þeirra alþjóðlegu fyrirtækja sem notað hefur þessa aðferð með góðum árangri vegna þess að því hefur tekist að laga kostun sína að íslenskum aðstæðum. Visa og Ólympíuleikarnir Stefna Visa er að gera kostunar- samninga til langs tíma. Fyrirtækið hefur t.d. styrkt Ólympíu- leikana síðan 1986. Þessi nálgun gerir Visa kleift að skipuleggja markaðs- og kynningarmál sín til langs tíma. Skipulagt kynn- ingarstarf fer því ekki aðeins fram meðan á viðburðum stendur heldur einnig í aðdraganda þeirra og efdr að þeim er lokið. Mikilvægt er að stuðningur, sem getur numið mörgum millj- ónum bandaríkjadollara, eins og kostun Visa á Ólympíuleik- unum, höfði til allra neytenda og ekki bara í því landi sem Ólympíuleikarnir fara fram. Á íslandi stendur Visa nú fyrir svokölluðu „Team Visa“, kostunarátaki á landsvísu sem fer fram samtímis víða í Evrópu og felur í sér að Visa styrkir upp- rennandi Ólympíustjörnur. Hér á landi styrkir Visa með beinum Ijárframlögum sérvalda Ólympíufara (sundkappann Örn Arnar- son, stangarstökkvarann Þóreyju Eddu Elísdóttur og karla- landsliðið í handbolta). Iþróttamennirnir geta notað peningana til að greiða kostnað við æfingar og ferðir og í staðinn getur Visa nýtt krafta þeirra við kynningar, afþreyingu og auglýsingar. Með því að styrkja Ólympíuleikana og styðja suma af upprenn- andi Ólympíuförum Evrópu - „vonarstjörnurnar“ - er nafn og vörumerki Visa tengt náið við stærsta íþróttaviðburð heimsins og helstu afreksmenn og konur samtímans í íþróttum. Alþjóðleg fyrirtæki skipuleggja í þaula hvernig þau standa að Eftír liz Bridgen og Maríu Hrund Marinósdóttur Kostun felur ýmist í sér fjárframlög eða annars konar stuðning sem kostandinn veitir í skiptum fyrir tækifæri eða aðstöðu til að koma tilteknum skilaboðum á fram- færi. Til að tryggja að kostun skili tilætluðum árangri, þarf að vera skýr og rökstuddur tilgangur með henni, sem þarf að vera báðum aðilum ljós. Markmið kostunar geta m.a. verið: VÖRUMERKISVmJND - kostun getur aukið vitund fólks um vörumerki kostandans. f MYN DARl IP PBYGGIN G - kostun tengir ímynd kostandans við ímynd móttakandans. VIÐSKIPTAVILD - kostun getur átt þátt í að mynda „inneign" hjá markhópum sem getur komið sér vel síðar. RISNUTÆKIFÆRI - kostendur geta látið viðskiptavini sína njóta góðs af vörum, þjónustu, aðstöðu eða sérþekkingu sem móttakandinn býr yfir. TENGSLAMYNDUN - kostun getur hjálpað til við að mynda tengsl við skoðanamótendur, birgja og hugsanlega samstarfs- aðila. UMFJÖLLUN - kostun getur ýtt undir jákvæða umtjöllun um fyrirtækið/vörumerkið í ijölmiðlum. SÖLUTÆKIFÆRI - kostun getur átt þátt í að auka sölu á vöru eða þjónustu. VIÐHORF STARFSMANNA - kostun getur stuðlað að auk- inni jákvæðni meðal starfsmanna kostandans. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.