Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2004, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.02.2004, Blaðsíða 79
BAUGUR í BRETLANDI Fjárfestingar Baugs ■ Bretlandi nema 43 milljörðum. í Skútuvogi árið 1989, svo var Hag- kaupum bætt í sarpinn 1998, Baugur skráður á markað i Kauphöllinni árið eftir og sama ár voru fyrstu sérleyfis- samningarnir gerðir við Arcadiu og Debenhams. Þeir samningar beindu athyglinni út á við og árið 2000 eignaðist Baugur rúmlega 20 prósent í Arcadiu, auk þess sem opnaðar voru 23 verslanir á íslandi og í Sviþjóð. Smásöluverslun var kjarninn. En upp úr sölu á hlut Baugs í Arcadiu 2002 breyttist eðli fyrirtækisins. Þótt smásöluverslunin væri enn í brennidepli var það ekki lengur sjálfur reksturinn, heldur ljár- festingarnar, að mestu í verslunarfyrirtækjum í samvinnu við stjórnendur þeirra, sem allt gekk út á. Fyrir um ári keyptu stærstu eigendur Baugs öll hlutabréfin í Baugi og afskráðu félagið. Jón Scheving bendir á að Baugur sé í raun einstakt meðal íslenskra fyrirtækja því að ekkert íslenskt fyrirtæki starfi eins og Baugur. -_En afhve.rju er Baugur íLondon?_________________________ -Adam Smith talaði um Englendinga sem þjóð búðaloka og bað er nokkuð til í þvi. Hér á verslunarrekstur sér langa sögu °g það sem einkennir þennan markað er að það er ekki aðeins verið að selja vörur, heldur er verslað með búðir rétt eins og hveija aðra vöru. Þetta er því fi'nn heimur að koma inn í. Hér er þróaður og vel skipulagður markaður bæði innlendra og erlendra verslunarmanna sem draga hagkerfið áfram. Bret- land er því kjörinn staður fyrir okkur. Þar við bætist öflugur og mjög faglegur Jjármálamarkaður í London. Ef verkefnin eru góð þá fæst líka í þau fé. Þetta faglega umhverfi er öðruvísi en heima, þar sem bankageirinn er reyndar þróaður og stenst fyllilega samanburð við það sem hér er, en afskipti samfélagsins af öllu tagi eru mikil heima, ekki bara pólitísku afskiptin, af því samfélagið er svo smátt í sniðum." -Hvað serir Baugur í London?______________________________ »Við erum annars vegar að kaupa og selja í félögum, rekum hér sjóð safnhlutabréfa upp á 180 milljónir punda í félögum eins og Big Food Group, Somerfield, House of Fraser og fleiri fyrirtækjum. Hins vegar höfum við keypt fyrirtæki að miklu eða öllu leyti - fyrirtæki eins og Oasis og Hamleys, sem eru þekkt fyrirtæki, og svo Julian Graves, búðarkeðju sem sérhæfir sig í hollu snarli. I þeim félögum, sem við eigum safnbréf í, sitjum við ekki í stjórnum en í þeim fyrirtækjum, sem við eigum að mestu eða öflu leyti, sitjum við í stjórnum. Við höfúm ákveðnar og mjög nákvæmar forsendur sem við förum eftir um þau fyrirtæki sem við eignumst hlut í.“ -Hvað er t>að sem þið hafið áhuga á?______________________ „Við höfum áhuga á fyrirtækjum af ákveðinni stærð sem ráða yfir þekktum vörumerkjum og sem hafa góða vaxtarmögu- leika, helst alþjóðlega. Það er síðan algjör forsenda að ná góðu samstarfi við stjórnendur þannig að úr verði gott teymi, enda göngum við oftast inn í þessi kaup með stjórnendunum. Við álítum að við getum lagt ýmislegt fram, bæði reynslu sem við höfum af rekstri 12 smásölufyrirtækja og annað sjónar- horn en Bretar hafa vanist. Bretar eru mjög stilltir inn á Sam- veldislöndin en eftir ýmsar hrakfarir í útrás breskra verslunarfyrirtækja á síðasta áratug eru þeir ragir við það. Við lítum hins vegar til Norðurlanda, enda þekkjum við til þar og það er þekking, sem er almennt ekki til staðar hér í smásölufyrirtækjum. Við höfum áhuga á vörumerkjum á heimsmælikvarða sem eiga þá erindi annað.“ -Þannig að það eru fjárfestingarumsvifin en ekki verslunar- rekstur sem slíkur sem þið hafið auga á hér._______________ „Við erum reyndar kallaðir „retailers" hér, smásöluaðilar líkt og bæði Philip Green og Tom Hunter sem við höfum mikið starfað með. Við tökum þátt í rekstrinum í gegnum stjórnina og fylgjumst mjög vel með, fáum daglegar sölutölur og aðrar upplýsingar, leggjum línurnar en tökum ekki beinan þátt í daglegum rekstri þó að við beitum okkur í gegnum sljórnirnar ásamt því teymi sem er þar.“ Þegar borið er undir Jón að í mikilli umflöllun um Baug hér hafi því verið slegið fram í Guardian að þeir séu það sem kallast „market raiders", kaupi fyrirtæki, flensi allt frá og selji, fer hann að hlæja og segir að kannski segi Guardian og Sun þetta, en Baugur sé ekki aðeins þekkt fyrirtæki hér heldur einnig vel kynnt. „Við kaupum almennt lítil félög, sem við álítum vanmetin en með góða vaxtarmöguleika, og síðan seljum við fyrirtækið þegar við álítum það hafa náð eðlilegum stað eða jafnvel betur en það.“ -Hvernig er að flytja sig frá umsvifum í jafn hefðarlausu þjóð- félagi og því íslenska yfir í breska formfestu?____________ „Hér rétt hjá er húsið sem Handel bjó í og síðan Jimi Hendrix, sem er gott dæmi um að útlendingar hafa alltaf átt greiðan aðgang hér. London er svo alþjóðleg borg. Julian Graves er í Birmingham og þar er andrúmsloftið allt annað. Við vinnum hér með föstum hópi og um helmingur þeirra eru útlendingar. Engir fordómar eru gegn útlendingum í því umhverfi þar sem við störfum og London er borg sem metur hæfileika að verðleikum." -Hvernig er ferlið í kringum kaup og sölu fyrirtœkja?______ „Þetta er komið í frekar fastar skorður hjá okkur. Við vinnum 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.