Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2004, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.02.2004, Blaðsíða 70
Misjafnlega stress- aðir framkvæmda- stjórar og forstjórar af báðum lQmjum eru orðnir algeng sjón á jógastöðvum. „Allir í jóga!" gæti verið kjörorð stirðra og stressaðra karla. En auðvitað þurfa konur jafnt á jóga að halda. Halldór Kristjánsson, framkvæmdastjóri og eigandi Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar, segir jóga hafa breytt lífi sínu til hins betra. Mynd: Geir Ólafsson Lífsgæðin jukust við jóga að er ekki langt síðan jóga var fyrir skrítna fólkið, fólkið sem lifði á grænmetisfæði, sat krosslögðum fótum á gólfmu og horfði í kertaloga í stað þess að vinna í sveita síns andlits eins og við hin. Að minnsta kosti þótti jóga ekki beinlínis eftirsóknarvert fyrir dæmigerðan nútímamann sem hljóp á milli funda, átti í sífelldum erfiðleikum með að finna nógu marga klukkutíma í sólarhringnum og drakk kaffi í lítratali til að halda sér vakandi. Svo gerðist eitthvað og allt breyttist. Allt í einu áttaði önnum kafinn nútímamaðurinn sig á því að lífið var ekki bara hlaup og kaffi, heldur mátti líka lifa smávegis inn á milli. Jafnvel njóta augnabliksins og bara vera til. Fyrir stirða og stressaða harla Halldór Kristjánsson, fram kvæmdastjóri og eigandi Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar, er einn þeirra karla sem nú stundar jóga og er hamingjusamari fyrir vikið. .Almennt talað líður mér betur og ég er meira afslappaður, auk þess sem ég nýt lífsins mun betur en áður,“ segir Halldór sem byijaði jógaæfingarnar með því að fara á námskeið sem sérstaklega var ætlað stirðum og stressuðum körlum. „Það var raunar þannig að ég áttaði mig á því að annaðhvort gerði ég eitthvað í málinu eða þá að stressið og stirðleikinn næðu yfir- höndinni! Eg fer þrisvar til tjórum sinnum í viku í jóga og þar sem mér fannst þetta gera mér gott, ákvað ég að bjóða öllu fólkinu í húsinu, þ.e. Grensásvegi 16, þar sem fyrirtækið er til húsa, í æfingar nokltra morgna, 45 mín. í senn. Þarna lærði fólk ýmsar teygjuæfingar og slökunaræíingar og í stuttu máli sagt, sló þetta rækilega í gegn og við ákváðum í kjölfarið að gera þetta að föstum lið og bjóða sem hluta af námskeiðum okkar." Þarf ekki að hugsa Eitt af því sem Halldór segir hvað best við jógað er að vera leiddur í gegnum æfingarnar og geta algerlega einbeitt sér að stað og stund. „Fyrir svona mann eins og mig sem alla daga er að taka ákvarðanir, vinna að alls konar verkefnum og þarf að hafa ótal atriði í huga hveiju sinni, er þetta hrein upplifun. Að geta bara mætt þarna og vera sagt nákvæmlega hvað á að gera næst - geta bara slakað á og hugsað um það eitt og ekkert annað. Þó ekki væri neitt nema þetta væri það góð ástæða til að stunda jóga!“ segir Halldór og brosir. „Hitt er annað að lífið hefur aukist að gildi fyrir mig og ég er mun betur á mig kominn en áður, ég þreytist síður og auðvitað er ég miklu skapbetri þó það hafi nú varla getað batnað mikið!“H!] 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.