Morgunn - 01.12.1938, Blaðsíða 4
130
M 0 R G U N N
ar kærar endurminningar, sem nú munu fylgja mér þann
væntanlega stutta spöl, sem ég á enn eftir ófarinn, þang-
að til endurfundirnir eiga að verða, er hátt i himinsölum
minn hjartans vin ég aftur fæ að sjá, og við um okkar æfi
saman tölum, sem eins og skuggi þá er liðin hjá.
En þau fáu og fátæklegu orð, sem ég mæli hér, munu
þó ekki verða nein ræða eftir hann, til þess þyrfti hún að
vera svo löng, um svo langan og stórmerkan lífsferil, að
minnst af því yrði greint á svo stuttum tíma, sem ég verð
að binda mig við, enda mun það verða gjört á öðrum stað.
Ég vildi því að eins ásamt yður í bænarhug hefja hug-
ann til guðs míns með auðmjúkri bæn og innilegu þakklæti
fyrir hina dýru gjöf sem þér ástvinir hans áttuð í honum
— og vér öll með yður — öll þjóðin með yður, og eig-
um hann enn, þó að hann nú hverfi líkamlegum sjónum
vorum. Já vér viljum af hjarta þakka þér, góði himneski
faðir fyrir allar hinar riku endurminningar, sem hann eftir-
lætur oss öllum — saman og einstökum, og nú sér í lagi þær,
sem mest voru tengdar hér við heimilið hans. Um þær
minningar, allar og hverja einstaka, væri svo margt að
segja, að engin skil gæti ég gjört því á stuttri stund. En
fyrir þær allar þökkum vér guði.
Og eitt mun oss þá öllum fyrst i hug koma að þakka:
allt hið mikla starf hans fyrir hina nýju opinberun sálar-
rannsóknanna, sem hann gjörðist hér á landi fyrstur braut-
ryðjandi að og starfaði fyrir til dauðans. Og einn ekki
minnsti þátturinn í því starfi hafa verið tilraunafundirnir hér
á heimilinu.
En er þá þetta mál, spíritisminn, til nokkurs góðs?
Því hefir ágætur sálarrannsóknamaður svarað: Af
ávöxtunum skuluð þér þekkja hann og ávextirnir af þess-
ari þekking, segir hann, eru tárin sem hún þerrar, hjarta-
sárin, sem hún græðir, sálarangistin, sem hún mýkir, dofn-
uö trúin, sem hún lífgar, ylur hinnar lifandi vonar og hugg-
unar, sem hún flytur inn í líf þeirra, sem eru örvæntingar-
fullir í andstreymi lífsins. Endurminningar um eitthvað af