Morgunn - 01.12.1938, Síða 9
MORGUNN
135
un lífsins í öðrum heimi, þar sem sálin verður máttugri,
sér og skynjar alit enn betur, og þá fyrst og fremst drott-
invald kærleikans i alheiminum.
Ég hefi farið með og reynt að skýra þessi orð postul-
ans við þetta tækifæri, af því að mér virðist þau einkenn-
andi fyrir þær sálir, er sameina það tvennt, að leita með
brennandi þrá sannleikans í andlegum efnum, og að tala
máli kærleikans af öllu hjarta, huga og mætti. Og þó að
allt hjá oss mönnum sé í veikleika gjört, og vér séum ætíð
ónýtir þjónar, sem ekkert hrós eigum skilið fyrir Guði, þá
«r honum þó fyrir þær sálir að þakka, er sýna í verkum sín-
um sannleiksþorstann og löngunina til að vera kærleik-
ans megin og efla riki hans.
Þegar Einar Hjörleifsson Kvaran hefir lagt út á eilífðar-
veginn, er sál hans i lifanda lifi þráði svo mjög að kanna
°g þekkja, þá munum vér öll, já öll þjóð hans, kannast
við, að hann var ein slik. sál allan þann tíma, er hann
lifði hér og starfaði, að hann leitaði Ijóss og sannleika á
þeirri leið, sem hann gekk til Guðs síns, og að hann tal-
aði af alhug máli kærleikans, sem »breiðir yfir allt, trúir
öllu, vonar allt, umber allt«. Og hann var af Guði gæddur
Þeim hæfileikum til að flytja mál sitt, að lengi mun sjá
þess skýran vott í bókmenntum, andlegri menningu og
frú þjóðar vorrar, að Einar Hjörleifsson Kvaran hefir uppi verið.
Ég veit, og hefi fundið þess vottinn siðustu dagana, að
Einar Kvaran átti marga vini, sem kveðja hann af hjarta
þakklátir fyrir allt það starf, sem hann hefir lokið á langri
^efi, þakklátir fyrir kynni sín af honum og samvistir við
hann. Slikir menn sem hann hljóta að sjálfsögðu að vinna
sér virðmgu og kærleika meðan þeir eru hér, vegna and-
legrar nautnar og andlegrar hjálpar sem þeir veita mörg-
um. En þó mun það verða framtíðin sem að fullu sker úr
um giidi þeirra, og þá mun sá lifa lengst í minningu og
þökk alþjóðar, er lagði í verk sín mest af þeim fjársjóðum
sem mölur og ryð fá eigi grandað, hinum eilifu hugsjón-