Morgunn - 01.12.1938, Blaðsíða 11
MORGUNN
137
dýrð mannssálarinnar opinberast. Og finnum vér ekki, að
þetta muni satt vera, að í slíkum kærleika mannlegrar sál-
ar sjái glampa af Guðs dýrð. En að þessu var Einar Kvar-
an ævinlega að leita, að þeirri dýrð hins góða sem í manns-
sálinni býr, og að þeirri dýrð, sem á henni mun síðar opinberast.
Einnig þess vegna er ávinningur að lesa skáldrit hans, að
þau komaossí samband við það.sem fagurt er og gottí mann-
eðlinu og mannlífinu, lyfta lesandanum en lækka hann ekki.
Ég hugsa um andlegan leidtoga og brautryðjanda, sem
hafði mikil áhrif. Það má segja um hvern þann, er birtir
skoðanir sínar og berst fyrir þeim, að »sáðmaður gekk út
að sá«. Einar Hjörleifsson Kvaran var einn þeirra sáð-
manna sinnar samtíðar, er mest höfðu áhrif, komu róti á
hugi fjöldans, og vöktu Iíf, þar sem áður var deyfð og
doði. Vér höfum heyrt Einar Kvaran flytja hér í þessari
kirkju boðskapinn um það, sem hann hafði fundið i sann-
leiksleit sinni, heyrt hann lýsa skoðunum sínum um Guð,
um Krist, um bænina, um manninn, um ódauðleikann, um
samfélagið við horfna vini og ósýnilegan heim. Og hann
hefir flutt þennan boðskap um mörg ár í kirkjum og sam-
komuhúsum víða um land, í ritgerðum, fyrirlestrum og
blaðagreinum víðsvegar. Og vér vitum að þjóðin hefir
hlustað og lesið, og orðið fyrir sterkum áhrifum af þessum
boðskap, fengið víðari andlegan sjóndeildarhring. Það hefir
í rauninni orðið annar aðalþáttur æfistarfs Einars Kvarans
að sannfæra þjóð sína um sambandið við annan heim. Og
það mál varð honum æ því meir brennandi áhugamál, sem
lengra leið á æfina, og hann sá burtfarartíma sinn nálgast.
Það var sannfæring hans, er hann sjálfur sagði, að »aðal-
mál mannkynnsins væri það, hvort mennirnir lifi, þótt þeir
deyi«. Og hann lét í Ijós, að honum fyndust »jarðnesku fram-
farirnar ekki svo miklu máli skifta meðan hugarfar mann-
anna væri rangsnúið«. Þess vegna leitaði hann sífelt sann-
ana fyrir ódauðleikanum, sannfærður um, að ekkert gæti
snúið hugarfari mannanna til réttrar áttar, ef ekki vissan