Morgunn - 01.12.1938, Qupperneq 14
140
MORGUNN
III.
Ræða í fríkirkjunni flutt af séra Jóni Auðuns.
Þegar ég á að mæla hér í dag, eftir Einar Hjörleifsson
Kvaran, skáld og rithö'und, finn ég að rnér er þung byrði
bundin, svo margt gott veit ég um hann að segja, s'em
dýrmætan vin, skáldspeking og andlegan forystumann með
þjóð vorri um sextíu ára skeið.
Og þegar ég hugsa um hann, eins og mér er e. t. v.
kærast að muna hann, þar sem hann sat við skrifborðið
sitt, lagði frá sér örk og penna og reis úr sæti sínu til
þess að bjóða gestinn velkominn með sinni óvenjulega
fáguðu, en þó hjartanlegu, ástúð, þá sé ég fyrir mér mynd,
sem mér er harla kær, því að ekki man ég annan mann,
sem auðveldari var en hann og ástúðlegri í viðkynning og
umgengni.
Einar Kvaran var allt of spakvitur maður, til þess að
hafa ánægju af að bera vitsmuni sína utan á sér eða flíka
sinni yfirgripsmiklu og djúpsettu þekking á mönnum og
málefnum. það er löngu viðurkennt að hann var einn glæsi-
legasti vitmaður sinnar samtíðar með þjóð vorri, hann var
fjölmenntaður maður, svo sem bezt má verða og auk þess
varð hann svo aldraður að árum, að hann stóð yfir mold-
um tveggja kynslóða og lifði þá menn því nær alla, sem
voru samherjar hans eða andstæðingar fyrra helming æf-
innar.
Svo sem vænta má af slíkum manni, geymdi hann
stórkostlega þekking og dæmafáan fróðleik um sögu og
menning þjóðarinnar í þau sextiu ár, sem hann átti ríkan
þátt í að skapa verðmæti hennar, og þegar hann miðlaði
vinum sínum einhverju af þeim grunnlausa auði, sem
innra fyrir bjó um þau efni, var þeim mikil nautn að
mega njóta hans, og ekki síst vegna þess að yfir frásögn
hans, orðavali og framsetning var það göfuga látleysi, sem
alveg frábært má telja. Einn ágætasti menntamaður og
bókagagnrýnandi þjóðarinnar skrifaði um hann hálfáttræð-