Morgunn - 01.12.1938, Qupperneq 15
MORGUNN
141
an á þessa leið: »Hann var sáðmaður í stórum stíl, boð-
beri nýrra hugsjóna, sköpuður nýrra verðmæta, stríðsmað-
ur og skáld.einn þeirra manna, sem eilíflega var talað um«
Þannig var Einar Kvaran, og þótt hann, hinn spakvitri
maður, mætti af sjónarhóli hárrar elli, að enduðu stórfeldu
og fjölþættu lífsverki, líta yfir víðari sjónarhring en flestir
eða líklega allir samlandar hans, þá var hann samt svo
laus við að vilja miklast af því, að við hann, hinn lífs-
reynda gáfumann, mátti hvert barn í einlægni mæla.
Hann varð aldrei ofvitur til að hlusta jafnvel á einfaldra
manna mál, og engan vissi ég, sem kunni að hlusta eins
og hann. Hann lét einu sinni i ljós við mig undrun sina
yfir því, hve margir leituðu til hans með einkamál sín.
Ekki gat ég undrast það, því að vegna síns mikla yfirlæt-
•sleysis, vegna hógværðar sinnar, síns kyrláta, djúpsetta
skilnings á mannlegu eðli hlaut hann að verða kjörinn
andlegur hirðir. Hafi hann haldið saman bréfum þeim, sem
honum bárust víðsvegar að, frá dölum og annesjum íslands
og eins vestan um haf, munu þau sanna mál mitt.
Naumast hefir íslensk tunga, i mæltu máli, legið svo
nijúk og misfellulaus á nokkurs manns vörum, sem hans,
on þar hélt látleysið í hönd snildarinnar, svo að hann féll
aldrei fyrir þeirri freisting, sem mörgum skáldum verður að
fótakefli: að myrkva mál sitt tilgerð og flúri. Hugsun hans
var frábærlega Ijós og mál hans svo einfalt að það mátti
hver maður skilja.
Þessi djúpsetta hógværð hans og yfirlætislausa fyrir-
mennska átti rót sina að rekja til þess hverjum augum hann
leit á lífið. Þegar hann ávarpaði þjóð sína í gegnum út-
varpið frá skrifstofu sinni á 75 ára afmælisdeginum, sagði
hann: »Lífið er mér dýrmætast af öllu«, — og upp af
þessarri lotning fyrir lífinu, spratt sú bókmenntajátning
hans, sem nokkuð var um deilt, að listin ætti að þjóna
lífinu, það væri hennar heilaga köllunarverk, annan tilveru-
rétt ætti hún ekki.
Ég hygg að það hafi orðið mörgum til skilningsauka á