Morgunn - 01.12.1938, Side 16
142
MORGUNN
ritstörfum hans, að hann lýsti afstöðu sinni til bókmennt-
anna með þessum orðum: »Þegar ég hefi lesið skáldrit
verður mér ósjálfrátt að spyrja hvort það hafi vakið nokkra
gleði eða göfuga kend«. Hann heldur þvi síðan fram að
allar mannlífslýsingar rithöfundarins verði að vera í sam-
ræmi við veruleikann, að svo miklu leyti sem vér höfum
tök á að skynja veruleikann rétt, og segir svo: »— en
þegar óstríðan eftir að lýsa andstygðinni og eymdinni, von-
leysið og vantrúin á manneðlið verður svo mögnuð að það
ber ofurliði eða útrýmir öðru, þá er eitthvað, sem lokar
fyrir i sál minni« Það væri eitthvað mikið aðgæzluvert
við bókmenntasmekk þjóðarinnar, ef hún gleymdi fljótlega
þessum orðum hins hálfáttræða göfugmennis.
Lotning hans fyrir lífinu var ekki byggð á neinum yfir-
borðsskap og ekki á neinum hugleysisflótta frá veruleik-
anum inn í einhvern ímyndaðan hugsjónaheim, hún var
þvert á móti fengin fyrir áratugalangt vitsmunastarf og
nákvæma rannsókn, þar sem samúðin sagði til vegar um
völundarhús mannssálarinnar, en mannvitinu var gert að
mæla og vega verðmætin.
Fyrstu sögurnar hans vöktu óvenjulegar vonir hjá öllum
þeim, sem slika hluti kunnu að dæma, svo að sjálfur
Brandes bar þeirra vegna hróður hans vítt um lönd. Að
ekki varð enn meira úr skáldfrægð hans en varð, orsak-
aðist af ytri, en ekki innri ástæðum; hann var þegn í fá-
tæku þjóðfélagi og neyddist til að taka að sér þreytandi
kennslustörf og blaðamennsku til þess að geta lifað. Fyrir
blaðamennsku sína hlaut hann raunar mikinn hróður, því
að penni hans var urn langt skeið einn hinn allra slyng-
asti, sem íslensk stjórnmálabarátta hefir nokkuru sinni átt,
en þó var hann þar eins og Starkaður, sem — »í skotsilfri
bruðlaði hjarta síns auði« og eyddi þar kröftum, sem ómet-
anlegir hefðu orðið íslenskum bókmenntum. Stjórnmálabar-
áttan hefir farið um margra sálir eyðandi eldi, en út úr
þeim eldi gekk Einar Kvaran þannig, að trú hans á mann-
eðlið hafði vaxið, samúð hans með mönnum — einkum