Morgunn - 01.12.1938, Side 18
144
MORGUNN
veit að hann tók það stundum sárt, því að íslensku kirkj-
unni unni hann og átti innan hennar vébanda ýmsa af
sínum bestu vinum; lotning hans fyrir Kristi var honum
ástriða, og þegar hann sló hörpu sína honum til dýrðar í
bundnu máli, eða óbundnu, gat enginn heyrt falskan tón
og þess vegna fanst honum það að vonum kynlegt, að
þeir menn, sem sérstaklega fundu sig til þess kjörna að
vera þjónar Krists, skyldu gera óp að þeirri tilraun að
veita vísindalegan stuðning því, sem hann hafði kent með
orðum og starfi. Hann sá að hinn vestræni kynstofn var
»allt af að tapa« og að orsök þess var »háreysti efnisins
og steinþögn andans«, sjálfur hafði hann hlotið margend-
urtekna og dýrlega reynslu um sigur andans yfir efninu;
hann var sannfærður um, að menning efnishyggjunnar væri
byggð á blekking og síðustu áratugum æfi sinnar varði
hann til þess að afhjúpa þessa blekking og gerast boðberi
andlegra vísinda með þjóð sinni. Andstaðan fór rénandi,
og ég fullyrði að þúsundir manna með þjóð vorri blessa
hann í dag, fyrir þennan þátt af hans merkilega og víð-
tæka æfistarfi. Þeirra þakklæti vil ég flytja yfir börum
hans, heitara og betra en ég get bundið í orð, því að
minning hans er bessuð af mörgum. Og yður vil ég einnig
þakka, kæra frú Kvaran. Ég veit raunar að yður nægir
meðvitundin um að hafa verið honum það, sem þér voruð;
hvernig sem stormar og straumar breyttust um hann, brugð-
ust þér honum aldrei, öll hans víðtæku áhugamál urðu
yðar hjartans mál, heimili yðar gerðuð þér að opinberum
samkomustað fyrir ókunnugt fólk, þér voruð hans nánasti
vinur í fimmtíu ár og skrifari hans eftir að augun bönnuðu
honum sjálfum að halda á penna. Guð blessi yður fyrir
það alltl
Það skal enginn hugsa að Einar Kvaran hafi lokað sig
inni í skel, ánægður og saddur af þekking sinni á því efni,
sem hann var einkum að rannsaka síðustu árin; fjarri fór
því. Hann fann það vel að hann var ekki lengra kominn