Morgunn - 01.12.1938, Síða 19
MORGUNN
145
en að útjaðri þeirrar veraldar, sem er full af ráðgátum fyrir
oss og þrungin af leyndardómum; hann trúði á samstarf
við vitsmunaverur þessarar veraldar, hann vissi að það
samstarf er enn aðeins á fyrsta bernskuskeiði, en hann
trúði því, að það ætti sér stórkostlega framtíð ef rétt væri
á haldið, varlega og viturlega. Hann braut saman tjald sitt
og gekk glaður á móti því ljósi, sem hann hafði sjálfur
margsinnis fengið að líla fögur leiftur frá.
Einn síðasta daginn, sem hann hafði fótavist gerði hann
lítið ljóð. Mér er ókunnugt um hvort hann hefir ætlast til
að það yrði birt, en vegna þess að það sýnir hvað honum
lá efst í huga síðustu dagana, ætla ég að hafa það yfir,
með leyfi ástvinar hans, það er um ósýnilegu vinina, sem
hann fann sér nálæga með frið og likn:
»Þeir koma frá kærleikans heiini
þeir koma úr friðarins geimi,
úr ljósheimi líða þeir niður
og líknsemi’ er með þeim og friður.
Þeir vaka yfir veraldar mönnum,
sem velkjast í óttans hrönnum.
Ó, farið þið frá okkur eigi
en fetið Guðs miskunnar vegi.
En einkum við jarðlífsins enda
þeir ástarkveðjuna senda
og hvísla frá himnesku sviði:
far héðan til Drottins i friði.
Og vissulega komu þeir að banabeði hans, ungur vinur
hans, sem er sjáandi, sá við hvílu hans heila fylking af
ljósverum, sem beið alla síðustu nóttina úrslitanna, beið
þess að mega fagna honum og líkna og það síðasta, sem
til hans heyrðist var að hann sagði, með siðasta gleðiglamp-
ann í augunum: »Er ég farinn? Ég sé Harald«.
Þannig andaðist hann umvafinn ástúð og aðdáun frá
10