Morgunn - 01.12.1938, Qupperneq 21
MORGUNN
147
fram ræðuhöld og söngur á víxl. Sungnir voru tveir sálm-
ar eftir forsetann: »Þín náðin drottin nóg mér er«, og »Þeir
koma frá kærleikans heimi« og þrír sálmar aðrir, er hann
hafði mætur á: »Lýs milda ljós« eftir Matthias Jochumsson,
»Ég lifi’ og ég veit« eftir Valdimar Briem og »Fagna þú
sál mín« eftir Jakob Jóh. Smára.
Ræður þær, sem íluttar voru, og skygnifrásagnir fara
hér á eftir:
I.
Ræða séra Kristins Danielssonar.
Kæru vinirl Fundargestir og félagsbræður og systur!
Forsetinn okkar er látinn!
Það eru þessi efnisþrungnu orð, sem með titringi harms
og saknaðar fara gegnum raðir okkar, gegnum hjörtu okkar
allra i kvöld, þegar við í fyrsta sinn komum saman eftir
að hann er horfinn okkur að líkamlegri sjón og andi hans
svifinn þangað sem hann sjálfur kvað um:
»Þin náðin drottinn nóg mér er
því nýja veröld gafstu mér.«
Finnst ykkur ekki öllum. kæru vinir, eins og mér finnst
á þessari stund og hefir fundist, síðan lokuðust augun
hans, að það grípi okkur munaðarleysis tilfinning, líkt og
hjörð án hirðis, þegar við eigum að hugsa til, að halda
áfram félagi okkar og félagsstarfsemi — og ég vil með
áherslu taka strax fram í nafni okkar allra, að það meg-
um við ekki láta honum og Iífsáhugamálinu hans bregðast,
að við gjörum — hugsa til, segi ég, að eiga að gjöra það
án hans, án hans öruggu handleiðslu og leiðbeiningar, sem
hafði í sér fólginn þann kraft, sem hefir gefið starfinu það
traust og tiltrú, sem jafnan hefir farið vaxandi undir for-
ustu hans, inn á við og út á við jafnvel út fyrir takmörk
lands vors, svo það nú nýtur þeirrar viðurkenningar og
hylli þjóðarinnar. sem óhugsandi þótti fyrir 20—30 árum.
Án hans — þessi fyrsti fundur án hans er svo ólíkur
öllum öðrum furylum okkar.
10*