Morgunn - 01.12.1938, Qupperneq 23
MORGUNN
149
sjálfur sagði um Harald Níelsson, þegar við sáum honum
á bak. Hann sagði þá: »Hann var ekki eingöngu okkar
ástsælasti maður, hann var okkur svo mikið, að við getum
ekki áttað okkur á því, hvernig við eigum að vera án
hans«. Og þetta á nú enn framar við. Þá misstum við
Harald, en áttum Einar Kvaran eftir; nú eru þeir báðir
horfnir. Guð einn má vita, hvernig við fáum það skarð bætt.
Við sjáum það ekki sem stendur.
En hvað höfum við þá misst?
Eitt blað sem birti andlát hans sagði: »Með Einari H.
Kvaran er fallinn í valinn maður, sem í 50—60 ár hefur
haft áhrif á menning, hugsunarhátt og andlegt líf íslend-
inga«. Þetta var vel sagt, það sem það náði. En mér fannst
þá þegar, að við hefði mátt bæta: meira en nokkur annar,
sem nú ritar fyrir þjóðina.
Hann var að minni hyggju, og ég held dómi alls þorra
manna, fjölhæfasta nútíðarskáld okkar. Hann ritaði Ijóð og
leikrit, skáldsögur og smásögur og var ágætur rithöfundur
á fleiri sviðum um almenningsmál og menningarmál; mátti
segja, að ekkert mannlegt teldi hann sér óviðkomandi. Við
eigum afkastameiri og þróttmeiri ljóðskáld. En ég veit
engan, sem leggur fyrir sig svo margar greinar skáldskapar
og ritmennsku, og jafnvígur á allt með því listarmarki, að
lítt mun finnast ljóður eða lýti á. Ekkert óvandað lét hann
frá sér fara.
Það hefur verið gert orð á, hve glöggan skilning hann
hefði á sálarlífi manna, næma tilfinning fyrir því, sem hefði
menningargildi og djúpa samkennd með hinum minnimáttar
og olnbogabörnum lífsins.. Og jafnan er undirstraumurinn
hjá honum að vera málsvari þess, sem göfugt er og gott
og sýna og berjast móti ljótleik og skaðsemd þess, sem
gagnstætt er. í þessu lýsir sér lund hans sjálfs og lífsskoð-
un. Enda sagði hann sjálfur: »Mér er sannarlega ekki Ijóst,
á hverju skáldskapur á að grundvallast, ef ekki á lífs-
skoðun höfundar, hver sem hún nú er«. Og þannig var
lífsskoðun hans. Orðtak hans var ekki: Listin fyrir listina,