Morgunn


Morgunn - 01.12.1938, Side 30

Morgunn - 01.12.1938, Side 30
156 MORGUNN þessi sannindi, að lítt er hugsandi að hún Iendi nokkurn- tíma í þeirri þoku efnishyggjunnar, að hún gleymi þessum tveim nöfnum. Það sem kveður okkur saman í kvöld, er að minnast hins ástsæla foringja okkar, þess manns, sem við um undanfarin 20 ár höfum nálega á hverjum fundi séð standa við forsetaborð þessa félags. Þess manns, sem við ætíð söknuðum ef hann stóð þar ekki. Þess manns, sem ætíð andaði friði og krafti út yfir okkur félagsmenn í hvert sinn sem hann ávarpaði okkur frá þessum stað. Við minnumst hans sem vinarins. Við minnumst hans sem brautryðjandans. Við minnumst hans sem friðflytjandans. En fyrst og síðast minnumst við hans sem foringjans: bjartur yfirlitum, djarflegur og fastur fyrir er hann hélt um stjórntauma þessa félags, sem hann elskaði af allri sinni sál. Á besta þroskaskeiði æfi sinnar kyntist hann þessu mál- efni, málefni ljóssins og kærleikans, og honum fanst strax sem hann sæi í því bjarma nýrrar dögunar í andlegum mál- um. Hann var brátt þess fullviss, að ef hægt væri að benda mönnum á, hvílík birta, fegurð og kraftur væri fólg- inn að baki þess, þá myndi margt af því, sem mest háði andlegu lífi þjóðarinnar, hverfa að mestu eða öllu. Ég get hugsað mér, að honum hafi fundist, sem hann fengi bendingu eða köllun, og að sagt væri við sig: »Fylg þú ljósinu, sem þú nú hefir séð, og bentu þjóð þinni á hversu dýrðlegt það er!« Og ég hugsa mér svar hans á þessa leið: »Herra, ég er reiðubúinn. Allt er ég reiðubúinn að leggja fram, kraftar mínir skulu helgaðir þessu málefni, framar öllu öðru«. Á tímabili, eða fyrst í stað, eftir að hann hafði fyrir alvöru farið að beita sér fyrir þessu málefni, var ekki annað að sjá, en að hann yrði bókstaflega að leggja allt annað til hliðar. Atvinna, vinir og heiður virtust í veði. Háð og spott frá æðri sem lægri dundi á úr öllum áttum. Engin orð virtust nógu sterk til þess að túlka hugsanir fjöldans. Það
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.