Morgunn - 01.12.1938, Page 31
MORGUNN
157
var því líkast, sem þessir menn, er héldu fram líkum skoð-
unum, væru smitberar, er öllum bæri að forðast. En hann
var reiðubúinn að leggja allt í sölurnar, af því að hann
hafði séð þær sýnir og heyrt þær raddir sem hann taldi
svo mikils virði, að allt annað varð hégómi.
Hann leit svo á, að þarna hefði hann fengið köllun, sem
væri háleitari og meira virði, en allt annað, sem hann hafði
áður séð eða heyrt.
Vel getur verið að einhverjir hneykslist á því, er ég
líki þessu við köllun Páls postula, en ég get ekki annað,
því að hér gat ekki verið neitt annað á bakvið en vissan
um það, að með því að leggja fram krafta sína fyrir þetta
málefni væri verið að vinna að heilögu verkefni. Ég er
þess fullviss að ekkert annað getur gefið þann kraft, sem
þarf til þess að vera reiðubúinn að kasta öllu frá sér
fyrir óvinsœlt málefni, sem með sanni má segja að þetta
málefni var á fyrstu árum þess hér á landi. Það var ekki
hægt að segja annað, en að þeir menn, sem það gerðu,
væru álitnir vargar í véum innan hinnar íslenzku kirkju,
að þeir væru álitnir skaðsemdar maðkar, sem væru að
1]aga rætur hinnar aldagömlu trúar mannanna og kippa
stoðunum undan kristninni í landinu. En á sinum tíma var
h'ð sama sagt um Pál postula í hans heimalandi.
Ég sagði áðan, að allt hans starf hefði mótast af þessu
málefni og stefnu þess, en með því ei ekki ætlun mín
að rekja hér annað í starfi hans, svo sem sagnagerð
°g ljóðagerð. Til þess tel ég mig ekki færan. En uin það
tel ég mig dómbæran, og tel mig geta sagt með fullri.
vissu, að þetta málefni átti svo mikil ítök í honuin, að
aRt annað varð að víkja ef því var að skifta.
I nálega aldarfjórðung hefi ég átt því láni að fagna að
fá að starfa undir handleiðslu hans. Ég minnist þeirra stunda
allra með óblandinni ánægju.
Ég hugsa oft til þess, hversu óhemju fátæklegra líf mitt
hefðí orðið ef mér hefði ekki fallið sú blessun í skaut. Við