Morgunn - 01.12.1938, Side 33
MORGUNN
159
dauðanum, gröfin væri endir alls. Bezt væri því að lifa
að eins fyrir líðandi stund og láta svo allt reka á reiðanum.
Ég hefi séð þau fá algerlega nýtt viðhorf til lífsins, eftir
að þau höfðu öðlast vissu um framhald þess, og það, að
eftir því sem keppt er hér að háleitara og göfugra marki,
eftir því fer líðan og framsækni manna á næsta tilverustigi.
Og að eftir því, sem takmark okkar væri hærra, eftir því
væri auðveldara fyrir vini okkar að ná sambandi við okkur
og hjálpa okkur jafnvel í þessu jarðlifi. Og að þessir vinir
okkar, væru ekki einungis reiðubúnir til þess að hjálpa,
heldur teldu þeir það sína mestu sælu að fá að gera það.
Þetta nýja viðhorf skapaði þeim algerlega nýtt útsýni og
fyrir þetta fékk lifið ekki að eins tvöfalt heldur margfalt
verðmæti, skapaði nýtt þrek og þeim áður óþekta löngun
til að lifa lifinu og ánægju að lifa. Eg hefi þekkt menn,
sem fannst ekkert hræðilegra en dauðinn, sem vildu, en
þorðu ekki að vona framhald lífsins. Þeim fanst ein-
hver óvissa hvíla yfir öllu þvi, er snerti annað líf. Gegnum
kynnin af sálarrannsóknum nútímans, hafa þessir menn öðl-
ast vissu um framhaldslífið og svo margt fleira í sambandi
við það, sem hefir gert það að verkum, að þeir ekki ein-
ungis hafa Iosnað við kvíðann fyrir dauðanum, heldur
fundið að hann er að eins leiðin til æðri og
betri heima, og að hann er að eins þáttur í framþróunar-
baráttu mannsandans. Dauðinn hefir orðið að ljósi í stað
oryrkurs.
Þessi dæmi sýna að eins litla drætti af því, sem leiðir
af starfi þessa manns. Er nokkuð sem getur jafnast á við
þetta? Er nokkurt verkefni göfugra? Eg held að allir verði
sammála um að það geti varla verið.
Verið getur að einhver ykkar hugsi, að þelta sem
ég hefi nú verið að lýsa, fáist að eins gegnum miðla-
sambönd, og ekki var E. H. Kvaran miðill. Rétt er það, að
hann var ekki miðill, og hann varð persónulega mjög
litið var við þau áhrif, en fyrir hans einbeitta og óeigin-