Morgunn - 01.12.1938, Síða 37
MORGUNN
161
»séra Einar«. Það er í sjálfu sér ekkert undarlegt. Menn
hafa ekki átt gott með að átta sig á því, að nokkur maður
helgaði svo krafta sína andlegum málum án þess að hafa
fengið til þess kirkjulega vigslu, og þar sem einn aðal-
grundvöllur starfsaðferðar hans var, að kirkjan hefði sem
mest not þessarar nýju opinberunar. Hans aðalmarkmið var
að forðast alla þá agnúa, sem víða höfðu orðið annar-
staðar á þessari starfsemi, og gert það að verkum að sálar-
rannsóknirnar höfðu fjarlægst hina ríkjandi kirkju og orð-
ið fráskila söfnuðum hennar. Það var hans heitasta ósk
að kirkjan vildi hagnýta sér þetta mál, til þess að blása
nýju lífi í anda sinn og starf, og aldrei sá ég meiri
gleðisvip á honum, en ef hann frétti eða heyrði að ein-
hver prestur hinnar íslensku kirkju hefði bætt þessu inn í
fagnaðarerindið í prédikunum sínum.
Vinur okkar, Einar Kvaran. í hugum okkar verður þú
alltaf prestur, vígður prestur, vígður eldi og vatni kærleik-
ans, vigður kraftinum frá hæðum. Vígður því málefni, sem
við teljum helgast og háleitast allra mála.
Guðs eilifi kærleikans kraftur fylgi þér í hinum nýju
heimkynnum og gefi þér náð til þess að sjá ávöxt iðju
þinnar hér. Hann veiti þér blessun sína til þess að halda
áfram starfinu, sem var orðið aðalþáttur lífs þins.
Við munum halda áfram að elska þig, sem hinn andlega
leiðtoga okkar og foringja, hinn mikla œðsta prest okkar.
Meðan nokkur minning lifír, mun minning þin geymast
meðal okkar og hún mun ávalt flytja okkur kærleika, gleði
og frið.
»Að elska og minnast. Þetta tvennt liggur hvað upp að
öðru«.
Gíslína Kvaran, vina mín góða, þér á þetta málefni mik-
ið að þakka. Líklega eru ekki margir hér, sem þekkja bet-
ur en ég, hvílíkt starf þú hefir lagt á þig til þess að vinna
þessu málefni. í 24 ár hefi ég verið, stundum daglega,
gestur á heimili ykkar, og mér finnst nafn þitt svo sam-
11