Morgunn - 01.12.1938, Page 38
162
MORGUNN
tvinnað nafni eiginmanns þíns, að ég sé alstaðar mynd
þína koma fram í sambandi við hvert atvik, sem ég hefi
minnst á hér á undan. Eins og hann helgaði þessu starfi
alla krafta sína um langt árabil, svo stóðst þú örugg við
hlið hans og ekki einungis studdir hann, heldur starfaðir
með honum og fyrir hann. Ég get á engan hátt túlkað
þakklæti mitt svo sem mér finnst ég þurfa fyrir allt það,
er ég hefi notið á heimili ykkar, ég segi því að eins hjart-
ans, hjartans þakkirl En ég vil reyna að láta fylgja þeim
orðum þann hugblæ og þann kraft að þú finnir, hve mik-
ið mér finnst eg hafa að þakka. Upptalning á því yrði
ótæmandi. Hversu margir, já ótalmargir, munu senda þér
hughlýjar kveðjur fyrir þær móttökur er þeir fengu hjá
þér sem húsfreyju, er þeir komu til þess að leita svölun-
ar og hughreystingar í húsi þínu, svo sem ég hefi
nefnt. Ég er þess fullviss, að þær hlýju hugsanir
munu verða þér verndarenglar á þeim árum, sem þú átt
eftir að dvelja hér með okkur, og að þær munu mæta þér
aftur við hið mikla hlið, er æfi þinni lýkur hér. Ég þakka
þér innilega fyrir síðustu langferðina, sem við fórum sam-
an. Hún verður mér ógleymanleg.
Og þú vinur minn Einar Kvaran. Þú valdir mig, ásamt konu
minni, fyrir ferðafélaga í þá ferð. Fyrir það þakka ég þér
af alhug. Að mér hlotnaðist sú gæfa, að vera veraldlegur
leiðtogi þinn á þeirri ferð, verður mér alltaf eitt af
því mesta, sem mér hefir í skaut fallið. í þeirri för fann ég
hvað eftir annað hve ástsæll þú varst orðinn meðal fjölda
íslendinga. Mér verður líklega lengi minnisstætt svarið, sem
ein húsfreyjan gaf þér, er þú spurðir hana, hve mikið þú
ættir að borga gistingu og mat er þú hafðir þegið. Svarið
var eitthvað á þessa leið: »Þér eruð löngu búinn að borga
þessa gistingu, og ég tel heimili mínu heiður að hafa feng-
ið að hýsa yður og konu yðar«. — Þess skal getið að
kona þessi hafði ekki kynnst honum persónulega«.
Skyldu þau ekki vera orðin nokkuð mörg íslensku heim-