Morgunn - 01.12.1938, Blaðsíða 39
MORGUNN
163
ilin, sem hefðu viljað gera orð þessarar húsfreyju að sín-
um. Ég fullvissa ykkur um að svo er.
Ég mun líka seint gleyma því, er þú óskaðir þess, að
ég væri hjá þér síðustu stundirnar hér. Sú orðsending eða
ósk þín, var mér vottur þeirrar mestu vináttu, er þú gazt
sýnt mér. Það var dásamlegt að mega vera viðstaddur og
sjá, er vinir þínir handan að komu að hvilu þinni og
reyndu eftir megni að létta þér hinar líkamlegu þjáningar,
og ég er viss um að þeim tókst það að miklu leyti. Og
það var dásamlegt, að sjá hinn sviphreina og göfugmannlega
mann, er stóð við höfðalag hvílu þinnar, sjá hann hvað
eftir annað þerra svitann af enni þér, og svo taka á móti
hinum nýja andlega líkama þinum og flytja hann til
hinna himnesku bústaða.
Ég hélt í hönd þína, og þú þreifaðir eftir henni ef ég
slepti, jafnvel þótt mér fyndist þú ekki vita af þér. Með
því sýndir þú mér þann vinarvott, sem ég aldrei mun
gleyma. Ég er þess fullviss að þú kemur að hvilu minni
þegar ég heyi sömu baráttuna og þú gerðir þá. Og ég
óska mér heldur einskis fremur.
Ég kveð þig ekki hinstu kveðju, nei, ég heilsa þér á
hinu nýja sviði, ég sé þig umkringdan vinum þínum og
andlegum leiðtogum.
011 í sameiningu sendum vér þér þakkir og blessunar-
óskir, blessun hins eilifa alföður. Leiðsögn Drottins vors
Jesú Krists, og ljós hins eilífa kærleika, sé og veri með
þér alla tíma, vinur okkar og bróðir.
III.
Ræða Einars Loftssonar.
Þegar ég hefi átt leið um fögur héruð eða gist einhverja
þá staði, er af öðrum hafa borið sökum hugstæðilegrar
°g sérkennilegrar náttúrufegurðar, þá hefir það æfinlega
verið venja mín að lokinni dvöl þar, hafi ég átt þess kost,
að nema staðar á einhverri þeirri sjónarhæð, þaðan sem
utsýnið var bezt, og virða fyrir mér allt það í sérkennileik
11*