Morgunn


Morgunn - 01.12.1938, Page 41

Morgunn - 01.12.1938, Page 41
MORGUNN 165 högum minum var þá háttað. Ég var þá orðinn viðskila við mennina. Hugur minn var fullur óvissu og efasemda. Lindir trúarlifs míns höfðu helfrosið í vetrarhörkum efnis- hyggjubundinnar lifsskoðunar. Hugarástandi mínu þá verð- ur held ég ekki betur lýst en með orðum skáldsnillingsins Einars H. Kvarans sjálfs, þeim er hann leggur á varir drengs- ins í sögu sinni »Marjas«, er hann, þá orðinn fulltíða mað- ur, ræðir við fóstru sína um vandamál sálar sinnar. Hann kemst þannig að orði við hana: »Traust mitt á mönnunum var horfið. Traust mannanna á mér var horfið. Og gleðin var horfin úr huganum. Og sál mín skalf í næðingum. Og dimmir og daprir skuggar sóttu að henni«. Það skiftir ekki miklu máli hér, hvernig á því stóð, að þannig var komið fyrir mér. Það sem máli skiftir er að svona var hugarástand mitt, er fundum okkar bar sam- an i fyrsta sinni. Ég sá engan tilgang í lífinu. Hugur minn var fullur af beiskjublandinni gremju við allt og alla. Lífið var orðið mér einskisvirði. Og ekki að eins það. Það var orðið mér að þjáningu og kvöl, óbærilegri að mér fanst. »Allt er hégómi. Hvern ávinning hefir maðurinn af öllu striti sínu? Hinir dauðu vita ekkert«, ómaði eins og ginn- andi töfrasöngur fyrir eyrum mínum. Sál mín þráði nótt- >na eilifu, þögn algleymisins og gjöreyðing persónuleikans, or ég hugði felast að baki lokinni jarðlífsdvöl. Því þá ekki að stíga síðasta skrefið og gjöra enda á öllu saman? En — Guði sé lof — ég steig aldrei þetta örlagaríka skref, og það á ég ekki sizt því að þakka, að ég varð svo gæfusamur að kynnast Einari H. Kvaran. Það er því ekk- ert undarlegt, þó að mér verði fyrsta dvalarstundin á heim- >« hans nokkuð minnisstæð. Ég minnist hennar líka æfin- lega sem einnar þeirrar stundar sólarhringsins er mér þyk- lr dásamlegust, aftureldingarinnar, er boðar göngumóðum °g einatt vegvilltum vegfaranda komu ljóssins eftir langa °g dimma nótt. Ég minnist hennar sem fyrsta vorboðans 1 lifi mínu eftir langan og erfiðan vetur. Honum var að vísu ekki ljóst þá, hvernig högum mínum var þá hátt-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.