Morgunn - 01.12.1938, Qupperneq 41
MORGUNN
165
högum minum var þá háttað. Ég var þá orðinn viðskila
við mennina. Hugur minn var fullur óvissu og efasemda.
Lindir trúarlifs míns höfðu helfrosið í vetrarhörkum efnis-
hyggjubundinnar lifsskoðunar. Hugarástandi mínu þá verð-
ur held ég ekki betur lýst en með orðum skáldsnillingsins
Einars H. Kvarans sjálfs, þeim er hann leggur á varir drengs-
ins í sögu sinni »Marjas«, er hann, þá orðinn fulltíða mað-
ur, ræðir við fóstru sína um vandamál sálar sinnar. Hann
kemst þannig að orði við hana: »Traust mitt á mönnunum
var horfið. Traust mannanna á mér var horfið. Og gleðin
var horfin úr huganum. Og sál mín skalf í næðingum. Og
dimmir og daprir skuggar sóttu að henni«.
Það skiftir ekki miklu máli hér, hvernig á því stóð,
að þannig var komið fyrir mér. Það sem máli skiftir er
að svona var hugarástand mitt, er fundum okkar bar sam-
an i fyrsta sinni. Ég sá engan tilgang í lífinu. Hugur minn
var fullur af beiskjublandinni gremju við allt og alla. Lífið
var orðið mér einskisvirði. Og ekki að eins það. Það var
orðið mér að þjáningu og kvöl, óbærilegri að mér fanst.
»Allt er hégómi. Hvern ávinning hefir maðurinn af öllu
striti sínu? Hinir dauðu vita ekkert«, ómaði eins og ginn-
andi töfrasöngur fyrir eyrum mínum. Sál mín þráði nótt-
>na eilifu, þögn algleymisins og gjöreyðing persónuleikans,
or ég hugði felast að baki lokinni jarðlífsdvöl. Því þá ekki
að stíga síðasta skrefið og gjöra enda á öllu saman?
En — Guði sé lof — ég steig aldrei þetta örlagaríka
skref, og það á ég ekki sizt því að þakka, að ég varð svo
gæfusamur að kynnast Einari H. Kvaran. Það er því ekk-
ert undarlegt, þó að mér verði fyrsta dvalarstundin á heim-
>« hans nokkuð minnisstæð. Ég minnist hennar líka æfin-
lega sem einnar þeirrar stundar sólarhringsins er mér þyk-
lr dásamlegust, aftureldingarinnar, er boðar göngumóðum
°g einatt vegvilltum vegfaranda komu ljóssins eftir langa
°g dimma nótt. Ég minnist hennar sem fyrsta vorboðans
1 lifi mínu eftir langan og erfiðan vetur. Honum var að
vísu ekki ljóst þá, hvernig högum mínum var þá hátt-