Morgunn - 01.12.1938, Blaðsíða 43
MORGUNN
167
sig hafa fundið í geislum þess, sinni eigin reynslu og þeim
ávinningi, er hún hefði orðið sér.
Var þessu í raun og veru svona varið? Vonir og efa-
semdir toguðust á um yfirráðin í sál minni. Mér var það
að vísu ljóst, að hann sagði mér satt, bæði úr reynslu
sinni og annara, og ég hlaut ágætt tækifæri til að kynna
mér rannsóknir og niðurstöðuályktanir erlendra sálarrann-
sóknamanna fyrir atbeina hans. En gagnrýnihneigðin var
nokkuð rík í huga mínum og er það enn. Ég fann að mér
var ekki unnt að gera niðurstöðuályktanir þessara manna
eða hans að mínum eigin, nema því aðeins að ég gæti sjálf-
ur öðlast einhverja áþekka reynslu í þessum efnum. Hann
skildi þessa afstöðu mína vel. Enginn skildi þörfina á hlut-
lausri gagnrýni á hinum sálrænu fyrirbrigðum betur
en einmitt hann. Hann brýndi fyrir mér að gæta itr-
ustu varfærni við athuganir þær, er ég kynni að eiga kost
á að gera, meta sérhvað vandlega, vera ekki of fljótur að
lullyrða neitt hvorki með eða móti. Og þeim bendingnm
hans hefi ég reynt að fylgja
Og með þær til vegsögu lagði ég út á hinar ókunnu
leiðir. Margt hefir borið fyrir mig á þeirri vegferð. Stund-
um virtist árangurinn nokkuð vafasamur og jafnvel nei-
kvæður. En það var ekki að skapi mínu að gefast upp og
þrautseigja mín hefir borið mér dýrmæta ávexti. Ég hefi
nú fyrir mörgum árum siðan öðlast sannfæringarvissu um
það, að hann og erlendir sálarrannsóknamenn hefðu
rétt að mæla. Ég hefi einatt áður skýrt ykkur frá þvi á
hverju sú sannfæring mín er reist og læt mér nægja að
visa til þess. En með það allt í huga finn ég bezt hversu
mikið ég á að þakka vegsögu hans og fræðslu og beinni
aðstoð. Mér er ekki unnt að lýsa því með orðum, en þið
sem hafið fundið þá þekkingu bera ljós og yl inn í líf
ykkar, þið skiljið hvers virði sú þekking er.
En á þeim stundum, er ég hefi átt kost á að dvelja við
fögrudyr eilífðarheimsins, átt kost á sambandi og samræð-
um við undanfarna vini og ýmsa þá af ibúum eilifðarheims-