Morgunn - 01.12.1938, Qupperneq 45
MORGUNN
169
og fegursta sem mannsandinn fær hugsað, og þær komast
engu að síður til síns ákvörðunarstaðar, til þeirra sem við
eiga að taka, þó að þeir séu horfnir að sýnilegum samvist-
um.
Eg hefi að visu enn sem komið er, að eins talað um
það, hve mikið ég á góðvini mínum Einari H. Kvaran að
þakka, en mér er það og fyllilega ljóst, að enn er sagan
ekki nema hálfsögð. Það sem ég hefi sagt um hann og
minningar þær, er ég á frá samverustundunum með honum,
tekur- og engu síður til eiginkonu hans, er nú dvelur
hér í hópi vorum. Svo samhent voru þau í því að veita
lífgefandi ljósi hinnar nýju þekkingar inn í húmrökkur sakn-
andi og harmandi sálna, veita börnum sorgarinnar og þján-
inganna vegsögu að fögrudyrum eilífðarheimsins, að
ekki verði þar annað frá öðru skilið. Mér er þetta nokkuð
tjóst eftir náin kynni af þeim hjónum og samstarf það, er
ég hefi átt með þeim. En ljósast er mér það af öllu hve
ómetanlegur ávinningur það var fyrir allt hans líf að eiga
slika eiginkonu sem hann átti, er um nær fimm tugi
ára hefir borið með honum hita og þunga langs og stund-
um nokkuð örðugs vinnudags.
Það hlýtur að kosta áreynslu, sársauka og þjáningu að
roæta misskilningi, andúð og ofsóknum að launum fyrir
það að gerast merkisberi sannleikans. Vér, sem munum
eitthvað frá þeim árum, er öldur andstöðunnar gegn þessu
máli risu sem hæst, okkur getur ekki dulist að stundum
muni vopnaburður andstæðinga hans hafa valdið honum
þjáningu og sársauka og vafalaust ekki sízt það, þegar
jafnvel sumir vina hans og samverkamenn yfirgáfu hann
°g sneru baki við honum vegna fylgis hans við mikilvæg-
asta málið í heimi, og það stundum þeir, er skildu mikiÞ
v*gi þessa máls, en sem brast kjark til þess, eins og þá
stóð á, að veita því máli viðurkenningu og vigsgengi á
°pinberum vettvangi. En í allri þeirri eldraun stóð hún ör-
ugg og ástrík við hlið hans, eiginkonan trygglynda og trú-
fasta og hvikaði hvergi, en var hans önnur hönd í öllum