Morgunn - 01.12.1938, Side 47
MORGUNN
171
sem samnefnara alls þess er ég áður hefi sagt. Við ísleif-
ur Jónsson vorum þá báðir staddir þar. Nokkru eftir að
við komum inn virtist sem hann hefði fest blund, en
rétt á eftir var sem hann hefði allt í einu horfið sjón-
um mínum, en i þess stað sá ég nú ungan mann, fullan
af æskuþrótti og yndisleik, er mér virtist hvíla þarna í rúmi
hans í höfgum blundi, en ég sá þó ei að siður svo vel að
var enginn annar en Einar H. Kvaran sjálfur. Mér varð
það samstundis ljóst, að með einhverjum hætti hafði ég
fengið að sjá birtu af dýrð ódauðlegrar mannssálarinnar, í
þessu tilfelli persónuleik Einars H. Kvarans, eins og hann
var, eins og hann mundi nú bráðum birtast á ódáinslönd-
um eilífðarinnar að lokinni dvöl hér, er ég þóttist vita að
brátt mundi á enda. Um hríð horfði ég hugfanginn á þessa
yndislegu sjón. Aldrei hefi ég óskað eins innilega og þá
að ég væri dráttlistamaður, hefði verið fær um að festa
á léreft, þó að ekki hefði verið nema brot af mynd hans
eins og hún birtist mér þessi augnablik, þar sem samein-
aðist djúpsæir vitsmunir, víðfaðma samúð og kærleikur,
þetta allt, er mér fannst hann vera að vefja um mig að
skilnaði. Og eftirleiðis get ég aldrei hugsað um hann öðru-
vísi en slíkan. Ég hafði fengið að sjá það og skynja
þessi augnablik, sem hlutrænan veruleika, er ég hafði fund-
ið og skynjað eftir huglægum leiðum, meðan leiðir
okkar lágu saman.
En ég veit að þér hefir nú verið þakkað að makleikum,
elskulegi vinur minn, er ég er sannfærður um að dvelur
nú mitt á meðal vor, þakkað allt það starf er þú leystir
af höndum í þágu íslenzkrar menningar, þágu þeirra, sem
hafa átt við söknuð, hugraunir og þjáningar að stríða, er
borið hefir ljós og líf inn í hugi svo margra vegmóðra
samtíðarmanna þinna. Og það-er von mín og huggun, að
hann sem var fyrirmynd þín, ljós þitt og líf hafi lika þakk-
að þér fyrir gjafir þær og vegsögu, er þú veittir fátæka og
vegmóða vininum þínum, er man þig og minnist þín sem
Ijósgjafa lífs síns.