Morgunn - 01.12.1938, Blaðsíða 48
172
MORGUNN
IV.
Ræða séra Jóns Auðuns.
Góðir tilheyrendur, ég ætla ekki að flytja hér nein minn-
ingarorð, í venjulegum skilningi, um vorn ágæta forseta, en
mig langar að verja til þess örfáum mínútum að minnast
einnar dyggðar, sem vér vissum að honum var mikið
áhugamál að ekki gleymdist í þessum félagsskap, en sú
dyggð er vavfœrnin.
Ég þarf ekki að segja yður hve sálarrannsóknamálið var
honum hjartfólgið og hverjum augum hann leit á yfirburði
hinnar spíritistisku lífsskoðunar, sem hann aðhylltist, fram
yfir aðrar lífsskoðanir, sem hann hafði haft kynni af eða
þekt, en hitt vissum vér jafnframt að engum var það ljós-
ara en honum, að þar ræður miklu um hver á heldur. Svo
sem að líkindum fer um slíkan vitmann, sem hann var, sá
hann að spíritisminn getur vissulega orðið í fylsta máta
vafasamur ávinningur ef undan er látið síga með það, að
mannvitið sé látið ráða taumhaldinu. Hann vissi það af
langri reynslu að á hans leiðum leita margir undir þeim
kringumstæðum er tilfinningarnar eiga hægan leik á borði
gegn dómgreindinni, og þessvegna þreyttist hann aldrei á
að brýna fyrir oss rólega íhugun og sanngjarna gagnrýni
á málinu.
Frá því að hann hóf starfsemi sína fyrir sálarrannsókna-
málið og þangað til hann var kallaður frá því starfi, breytt-
ist viðhorf þjóðarinnar til þess stórlega og jafnframt breytt-
ist bardagaaðferð forseta nokkuð. Fyrir rúmum þrjátíu ár-
um, og síðan um margra ára skeið, var barátta hans svo
að segja eingöngu miðuð við það, að kynna þjóðinni sann-
indi og staðreyndir, sem henni var ókunnugt um áður.
Fyrir skömmu hefi ég lýst því að nokkru hvað hann lagði
í hættu á þessum fyrstu bardagatímum; menn stóðu yfir-
leitt höggdofa, þetta var svo stórkostlega nýstárlegt, að
slíkt var sízt að undra, en árin liðu, þekkingin smábreidd-
ist út og mönnum smálærðist að taka henni skynsamlega
og á síðustu árum sínum sá Einar Kvaran þann ávöxt bar-