Morgunn - 01.12.1938, Side 49
MORGUNN
173
áttu sinnar að mikill fjöldi þjóðarinnar var farinn að veita
málinu jákvæða eftirtekt og fjöldi manna farinn að láta
það móta lífsskoðun sína.
En þessari breyting fylgdi einnig önnur breyting: hann
hlaut að fara að leggja enn meiri áherzlu á varfærnina en
áður, á meðan mest reið á því að kynna málið. Hann vissi
að margir menn, víðsvegar á landinu, voru farnir að gefa
sig að miðilsstarfi, og hann vissi manna bezt að með þau
er ekki öllum jafnhent að fara. Mér er kunnugt um að
ýmsum þótti þetta mikils til um of, þeir stóðu fyrir utan
Sálarrannsóknafélagið og fanst hann beinlínis tefja fyrir
eðlilegum framgangi málsins með varfærni sinni.
Ég þarf ekki að taka það fram, hvílík fjarstæða mér finnst
þetta vera. Ég tel það víst að spíritisminn hefði borist til
Islands enda þótt Einar Kvaran hefði ekki tekið hann að
að sér. En það var okkar lán að einmitt hann skyldi gerast
fyrsti talsmaður hans hér á landi, því að hann kynni ann-
ars að hafa borist hingað í þeirri mynd, sem málinu sjálfu
og þjóðinni hefði orðið gæfuminna.
Fyrsti foringinn er hniginn, vér eigum enn á engum öðr-
um jafnvígum völ og þó erum vér örugg, en þvi megum
vér aldrei eitt augnablik gleyma, að framtíð málefnisins er
undir þvi komin að svo varlega sé á þvi haldið, sem vér
höfum vit til.
Vér erum i skuld við minning forsetans — og sú skuld
verður með engu öðru móti greidd en því, að kosta kapps
um að gæta þeirrar viturlegu varfærni, sem hann vildi
láta ráða. Það fer ekki hjá því að í framtíðinni verður
mikið að málinu starfað með hringum utan um miðla og
öðru þess háttar, utan félagsins og e. t. v. ekki allt af í
þess þökk eða með þess samþykki, en vér sem bárum
gæfu til þess að vinna með Einari Kvaran og njóta hans
dýrmætu leiðsagnar, vér vitum að vér skuldum minning
hans það, að láta Sálarrannsóknafélag íslands halda áfram
að vera þá kjölfestu sem forðast skj'nsemdarlausa trúgirni