Morgunn - 01.12.1938, Síða 50
174
MORGUNN
og gerir sinar ákveðnu kröfur til allra þeirra, sem um mál-
efnið fjalla og fyrir það starfa.
Ég gat þess, þegar ég talaði yfir börum hans, að eng-
um hafi verið það ljósara en honum, að enn var hann
ekki kominn lengra en eins og að útjaðri dásamlegrar verald-
ar, sem er full af leyndardómum og óráðnum gátum, var-
fæmi hans var sprottin af lotning hans fyrir sannleikanum,
lotning hans fyrir dásemdum þessarar veraldar; hann mikl-
aðist aldrei af þekking sinni á þessari veröld, en hann var
búinn að sannreyna nógu margt, til þess að vita að hann
var i sambýli við hana, og sú vissa gaf elli hans þá feg-
urð, sem vér elskuðum í umgengni við hann. í einni af
bókum sínurri segir hann: »1 sól sálarfriðarins verður alt að
gulli . . . og allt annað gull er mannssálinni fánýtt til fram-
búðar«. Þessi sól, sól sálarfriðarins laugaði hið jarðneska
kvöld hans hinu fegursta gulli, og það gull var ekki svik-
inn málmur, því að það var hreinsað í eldi vitsmunanna
og varfærninnar. Spíritisminn gefur oss öllum gull í hend-
ur, en ekki skiran málm fyr en vér höfum brætt það og
hreinsað eins og hann vildi kenna oss að gera.
Guð sé með þér vinur, og Guði sé lof, sem þig gaf.
V.
Skygnifrásagnir Hafsteins Björnssonar.
Sýn vid dánarbeð Einars H. Kvarans.
Þegar ég kom inn í svefnherbergi Einars H. Kvarans, tók
ég mér í bili sæti á legubekknum og litaðist um. Sá ég
að þar voru fleiri viðstaddir en þeir, er vér sjáum venju-
lega. Athygli mín beindist einkum að ungum manni, eða
mér virtist hann vera á bezta aldri. Stóð maður þessi við
hvílu hans. Hans sýndist vera meðalmaður á vöxt, föt hans
voru fannhvít og var sem bjartir geislar út frá honum,
andlit hans var einkennilega bjart, en nokkuð fölt að sjá.
Hélt hann á einhverskonar lömpum eða ljóstækjum og sá
ég að frá þeim stöfuðu marglitir geislar, og bar einna