Morgunn - 01.12.1938, Page 54
178
MORGUNN
myndir aðrar er mér var sagt að táknuðu trúna, vonina
og kærleikann.
Fyrir ofan altari þetta, á austurgafli kapellunnar, sá ég
marglitan ljósboga, er blikaði í ósegjanlegri fegurð. Virtist
mér bera einna mest á rauð-fjólubláu bliki í ljósboga þess-
um, en yzt í boga þessum var fagurgul rönd. Skammt fyr-
ir ofan altarið, undir miðjum þessum ljósboga, sá ég veru
eina svo fagra og yndislega, að ég ætla ekki að gera neina
tilraun til að lýsa henni, því að það tel ég ekki unt, en
út frá henni streymdi dýrðlegur geislaljómi. Sitt hvoru
megin við veru þessa sá ég tvær litlar vængjaöar engil-
verur, sem horfðu brosandi út yfir kapelluna og var ó-
segjanlegur friður ofinn í bros þeirra.
Ég tók nú eftir að komið var með hinn látna vin okkar inn
í kapellu þessa, og virtist mér sem að hann væri borinn
á einskonar gullstóli af tveim engilbjörtum verum. Settu
þær stólinn niður, beint fyrir miðju altarinu, en stóðu svo >
kyrrar við hlið hans.
Rétt á eftir eða þvínær samstundis var eins og veggir
kapellu þessarar leystust upp í skínandi ljósljóma. Hin
yndisfagra vera, er ég áður hefi getið um að birzt hefði
mér ofan við altarið, kom nú til hans, tók i hönd honum
og reis hann þá samstundis á fætur. Var sem hann
væri nú orðinn ungar aftur. Verur þessar stóðu hjá hon-
um meðan á athöfninni stóð. Umhverfis þær Ijómaði ynd-
isfagurt Ijósblik, en fegurð þess er mér ekki unnt að gera
ykkur skiljanlega með orðum. Ég sá og þarna séra Harald
og móður hins látna og nokkura fleiri af vinum hans, er
ég sé ekki ástæðu til að nefna, þar sem ég hefi áður
sagt frá návist þeirra við önnur tækifæri.
/ fríklrkjunni.
Þegar ég kom inn í kirkjuna, sá ég að hún var fagur-
lega ljómuð og jafnframt tók ég eftir miklum mannfjölda,
er mér virtist vera í nokkurri fjarlægð. Ég sá þegar Einar