Morgunn - 01.12.1938, Síða 61
MORGUNN
185
Dönum, en skáldin íslenzku, þau er áður voru nefnd, sett-
ust að fótskör meistarans. Löngu síðar lét íslenzkur rithöf-
undur og vísindamaður svo um mælt, að kenningar Brand-
esar hefði orðið að daunillum forarpollum á danska slétt-
lendinu.
Menn vita ekki til þess, að Einar hafi kynst Brandesi
persónulega. Hitt er víst, að hann hlýddi á fyrirlestra
hans og mun vafalaust hafa þótt mikið til koma. Þess
þykja og sjást nokkur merki í skáldskap Einars frá Hafn-
ar-árunum, að hann hafi orðið fyrir nokkurum áhrifum af
kenningum Brandesar, þó að ekki hafi þau staðið djúpt
eða fest rætur í sál hans. Hannes Hafstein og Bertel urðu
persónulega kunnugir Brandesi, og þó einkum Hannes.
Einar dvaldist fjögur ár í Kaupmannahöfn, en hélt þá
vestur um haf (1885). Enga atvinnu mun hann þó hafa
átt vísa, er vestur kæmi, en heim hingað í fásinnið hefir
hann ekki viljað fara. Hann var þá kvongaður fyrir nokk-
uru danskri konu, Mathilde Petersen, og fór hún með hon-
um vestur. Þau eignuðust tvo drengi og dóu báðir á fyrsta
ári. Konan varð og skammlíf og andaðist skömmu eftir að
þau komu vestur.
Hann lcvongaðist öðru sinni 22. september 1888 og gekk
að eiga ungfrú Gíslínu Gísladóttur frá Reykjakoti í Mos-
fellssveit, hina mestu mætiskonu. Hefir hjónaband þeirra
verið hið ástúðlegasta alla tíð og frú Gíslína reynst manni
sínum ómetanlegur förunautur, staðið örugg við hlið hans,
jafnt í blíðu sem stríðu, og tekið þátt í öllum hans kjörum.
Þeim varð fimm barna auðið, fjögurra sona og einnar
dóttur. Elsti drengurinn, Sigurður að nafni, yndislegur
Phtur, andaðist á fermingaraldri, en hin eru þessi: Matt-
hildur Matthíasson, Einar bankabókari, síra Ragnar land-
kynnir og Gunnar stórkaupmaður.
E. H. Kv. dvaldist vestan hafs um tíu ára skeið, 1885—
1895. Hann varð ritstjóri „Iíeimskringlu" í Winnipeg, er