Morgunn - 01.12.1938, Qupperneq 64
188
MORGUNN
hrakið og smáð. Hann veit að „alltaf er einhver að gráta“,
og að allt af er þörf á huggun og skilningi.
Hann veit að allir eru bræður og allir „á heimleið“, þrátt
fyrir allt þroskaleysið og hrottaskapinn, þrátt fyrir marg-
víslega króka og tafir, margvísleg vandræði, margvísleg
slys og syndir. Hann trúir því, að allir komist heim um
síðir — heim til föðurhúsanna, þó að leiðin kunni að verða
nokkuð löng. Og vafalaust mundi hann hafa getað tekið
undir með Bólu-Hjálmari, er hann segir:
Rima-margur mun oss stigi sá —
frá duftinu til heilagleikans hæða
hljótum taka margföld skifti klæða,
verðugir þar til verðum guð að sjá.
Menn vita ekki til þess nú, að Einar hafi byrjað að
yrkja fyrr en í Latínuskólanum. En þar skrifaði hann eitt
leikrit, „Brandmajórinn“, og tvær sögur: „Orgelið" og
„Hvorn eiðinn ég á að rjúfa“. Síðari sagan var prentuð
1880, ári áður en hann varð stúdent.
Á Hafnar-árum sínum skrifaði hann þrjár sögur, svo
að vitað sé með vissu: „Upp og niður“ (Verðandi) og
„Sveinn káti“ og „You are a humbug, Sir“ (báðar í Heim-
dalli). Engu þessara æskuverka sinna hefir hann viljað
halda til haga, nema sögunni af „Sveini káta“.
Vestan hafs skrifaði hann hina frábæru og frægu sögu
sína „Vonir", og vafalaust sitthvað fleira, þó að ég kunni
ekki frá því að greina. Þar vestra mun hann og hafa ort
meirihluta ljóða sinna, þeirra er út voru gefin hér í
Reykjavík tveim árum áður en hann kom heim úr útlegð-
inni (Ljóðmæli. — Reykjavík 1893).
Skáldsögur Einars hinar mestu eru þessar og munu
hafa komið út í þeirri röð, sem hér er talið: „Ofurefli“,
„Gull“, „Sálin vaknar“, „Sambýli“, „Sögur Rannveigar“
og „Gæfumaður". — En smásögusöfnin eru sem hér seg-
ir: „Vestan hafs og austan“, „Smælingjar", „Frá ýmsum
1