Morgunn - 01.12.1938, Síða 66
190
MORGUNN
Hvar stöndum vér?
Erindi eftir Kristinn Daníelsson.
Flutt í S. R. F. í.
Kæru félagssystkini!
Ég byrja að sjálfsögðu á því, að bjóða yður öll velkom-
in, og lýsa gleði minni, sem ég er viss um að þér takið öll
þátt í, yfir því að vér getum aftur byrjað félagsstarfsemi
vora og fundahöld, sem ég bið og vona að megi verða til
að flytja félagi voru og málefni aukinn þroska og út-
breiðslu meðal þjóðarinnar, flytja hverjum félagsmanni
og félagskonu og hverjum, sem félagi gjörist, aukinn lífs-
fögnuð, trúarstyrk og hjartafrið, framkvæmdaþrek og
huggun í lífsbaráttunni, hver sem hún kann að vera — hjá
öllum er hún einhver, sorg eða erfiðleikar, veikleiki lík-
amlegur eða andlegur eða hvorttveggja og ef til vill hjá
einhverjum allt þetta til samans. — Ég óska að þeim mætti
veitast á öllu þessu bót og baráttuorka gegn því, fyrir
innri kraft, hreinleik og háleik þess málefnis, sem félag
vort hefir fyrir stefnumark sitt, málefni, sem ljóst ætti
öllum að vera, að er æðst og þýðingarmest af öllu því, sem
mannlegur andi á þessari jörð getur fengið sér til um-
hugsunar og mun ég koma að því síðar.
En þér hafið sennilega ekki búist við því, að ég nú byri-
aði að tala um gleði að þessu sinni, þar sem oss býr þó
vafalaust öllum dapurleiki í huga, er vér minnumst þess,
að nú er það í fyrsta sinn, sem vér byrjum vetrarstarf-
semi vora án forsetans góða, sem verið hefir frá upphafi
sverð og skjöldur félags vors og málefnis, svo að vér finn-
um aldrei betur en nú á þessum samfundi vorum, að vér
vitum ekki hvernig vér eigum að vera án hans, eins og
vér mintumst á síðast fundi, sem vér helguðum minningu
hans á öndverðu þessu sumri.
Já, án hans erum vér nú, til að taka þátt í því jarð-