Morgunn - 01.12.1938, Síða 67
MORGUNN
191
neska starfi, sem enn er eftir um ófyrirsjáanlega langan
tíma að vinna þangað til það alheimsmálefni, sem félag
vort hefir að markmiði, hefir unnið þann lokasigur hjá
öllu mannkyni þessa hnattar, sem það hlýtur að ná, af því
að það er reist á óhrekjandi sannleika, — og þá sérstak-
lega hvað okkur snertir — hjá þjóð vorri, þjóð vorri, sem
forseti vor bar sífellt fyrir brjósti. Að sjálfsögðu vann
hann störf sín fyrir sjálfan sig, samkvæmt því, sem gáf-
um hans og lunderni var eðlilegast, til nauðsynlegra heilla
fyrir hagsmuni sína og sinna. En aldrei gleymdi hann —
eg held frá því mjög snemrna á æskuárum — því auka-
U'iarkmiði, sem jafnaðarlegast varð að aðalmai*kmiði,
ífamar hans eigin hagsmunum, að störf hans mætti lyfta
bjóðinni og leiðbeina henni á réttar brautir. Og að minnsta
kosti eftir að hann sjálfur hafði náð fullum manndóms-
broska og fastri lífsskoðun, þá hygg ég, að hann hafi með
sínum skörpu gáfum og glögga skilningi á mönnum og
niálefnum á flestum sviðum aldrei stungið svo niður penna,
að færa hugsanir sínar í búning skáldlegrar orðgnótt-
ar eða í auðskildar og svo rökfastar ritgjörðir, að sjaldan
Varð mörgu með réttu þar um þokað; eða þá á málfundum
eða í ræðustól hafið upp snjalla og áheyrilega raust sína;
eða þá sjálfur svalað sér á auðugum lindum heimsbók-
hlenntanna, sem hann hafði manna mest teigað af með
°slökkvandi þekkingarþorsta, — aldrei svo, segi ég, — að
ekki væri hann að vinna öll þessi aðalstörf lífs síns ávallt
með þeirri hugsun, að hann væri með því að auka frjó-
magn íslenzkra þjóðarheilla, frjómagn líkamlegs og and-
Iegs menningarþroska. Þetta varð mér æ því ljósara, sem
Vmáttubönd okkar á síðustu árum tengdust betur.
Alltaf skein þar á bak við hjá honum hugsunin um
menningarþroska þjóðarinnar, ætíð mátti heyra sársauka-
tilfinninguna fyrir hverju því sem færi í gagnstæða átt
eða bæri vott að einhverju leyti um rýrnandi menning eða
^ti orðið til þess að rýra hana.
Og svo er það öllum kunnugt, hvað hann í þessu efni