Morgunn - 01.12.1938, Qupperneq 75
MORGUNN
199
sem stofnað var 1891. Það hefir verið sett fram í 7 höfuð-
greinum, sem hugsað er að þeir játi sem í sambandinu eru.
En þó að þær séu þannig séreign brezka sambandsins,
mun mega skoða þær sem sameign spíritista yfir höfuð.
I sambandi amerískra spíritista eru greinarnar 8, nokkuð
öðruvísi orðaðar, en samhljóða að efni. Og nú bið ég yður
er ég les þær upp, að taka vel eftir, hvort þér finnið þær
fara í bága við kristilega trú. Þær hljóða svo:
1. Faðerni guðs. 2. Bróðerni manna. 3. Samfélag heilagra
°g þjónusta engla. 4. Framhaldslíf mannsins eftir líkams-
dauðann. 5. Persónuleg ábyrgð. 6. Umbun og endurgjald
góðra verka og illra. 7. Eilíf framþróun fyrir sérhverja
sál.
Þetta er í fullu samræmi við kristilega trú og lífsskoðun,
við orð og anda Krists, þar sem orð hans hafa ekki verið
ttúsfærð eða misskilin í auðsjáanlegri mótsögn við allan
ar>da hans og út úr þeim dregnar kennisetningar jafnvel
111 jög fjarstæðar eins og t. d. að kærleikans guð og faðir
^uni láta nokkra skepnu sína pínast um endalausa eilífð.
1 7. greininni er tekið fram hið gagnstæða, að sál sér-
hvers manns mun eiga takmarkalaust kost á að þróast og
ná þeirri fullkomnun, sem guð ætlast til.
Þessar höfuðgreinar er þó ekki að skilja sem bindandi
^í'úarjátning eða til að stofna sérstök trúarbrögð. Þær
€lga að vera aðeins rökréttar ályktanir af þeirri þekking,
Sem með sálarrannsóknunum hefir fengizt á framhaldslífi
°S sambandi við þá, sem komnir eru á fullkomnara tilveru-
stig.
Margir helztu forustumenn sálarrannsóknanna óska þess
eindregið, að sem nánust samvinna geti verið við kirkjuna
°S kirkjunnar menn, og svo var það jafnan um forustu-
^uenn vora, sem vér erum nú að minnast og sakna. Þeir
Voru báðir eins og vér vitum eindregnir kirkjuvinir.
Þó eru einnig til margir, sem vilja slíta samband við
kirkjuna og þykir hún ekki hafa þekkt sinn vitjunartíma,
aÖ færa sér í nyt hina nýju opinberun, sem svo afdráttar-