Morgunn - 01.12.1938, Side 79
MORGUNN
203
þá átt, að andinn en ekki efnið sé aðalundirstaða tilver-
unnar.
Nú þarf enginn að óttast lengur að glata neinu af vís-
indaheiðri sínum fyrir rannsóknir sálrænna vísinda. Þó að
vísindin enn í heild eins og kirkjan hafi ekki aðhyllzt
sálarrannsóknirnar, þá fjölgar æ vísindamönnunum, sem
það gjöra. Nýir menn koma fram, sem finna og viður-
kenna, að ef þetta er sannleikur, þá hlýtur það að vera
mikilvægasta mál mannsandans, því að „hvað gagnar það
manninum að vinna allan heiminn, en bíða tjón á sálu
sinni“. Þess vegna hafa þeir rannsakað og komizt að hinu
sanna og gengið síðan ótrauðir í baráttuna fyrir sannleik-
ann. Frá þremur slíkum mönnum hefir verið sagt í síðustu
heftum Morguns, dr. Edwin Bowers, og ensku doktorunum,
Maxwell Telling og Lindsay Johnson. Allir hafa þeir átt
fullt traust fyrir sannleiksást sína og fyrir þekking og
vitsmuni til að meta hvað er vísindalegt, og allir lýst yfir,
að þeir ekki aðeins trúi, heldur viti með sömu vissu og aðra
vísindalega þekking, að þetta mál er sannleikur. -
Þetta er fljótt yfir sögu farið, en væri of löng saga að
segja frá allri viðureign sálarrannsóknanna við vísindin.
En það átti við í erindi mínu um það, hvar vér stöndum,
að drepa stuttlega einnig á breytta aðstöðu til vísindanna,
að einnig þar stöndum vér og mál vort á góðum grundvelli,
eigum þar mikla og góða samlierja ekki síður en með kirkj-
Unnar mönnum, sem ég vildi að væri oss hvatning í starfi
Voru, og að því átti þetta mál mitt að miða.
Merkur enskur prestur, R. W. Maitland flutti nýlega
erindi í brezku sálvísindastofnuninni og endaði með þessum
orðum: „Kirkjan er tekin að vakna við þá staðreynd, að
vér erum hér og höfum vitnisburð að flytja til viðbótar við
vitnisburð leiðtoganna í öndverðri sögu hennar. Vér finn-
um allir án efa, að oss er ekki lengur heilsað með van-
trúarhlátri eins og fyrir einni kynslóð. Og því höldum vér
úfram, hvort sem sagt er um oss illt eða gott. Vér söfnum
gaman sönnunum vorum, og takist oss ekki ávallt að miðla