Morgunn - 01.12.1938, Side 82
206
MORGUNN
Líður á daginn, litlir kraftar þverra,
líkaminn veikur — nauðabrothætt ker. —
Brenn þú mig upp í eldi þínum herra,
aðeins ég fái að líða og starfa þér.
Og þegar seinast á ég höfn að taka
— oft voru sporin mín á snið við þig —
Kristur, minn drottinn, lát mig lifa, vaka,
legg þína náðarskikkju yfir mig.
Holt.
Fundurhjá frú Láru Ágústsdóttur.
Á afmælisdag konunnar minnar, Idu Halldórsdóttur, 2.
júní, hefi ég verið vanur að ganga út að leiði hennar, en
ekki þó flutt þangað blóm eða hirt það að öðru leyti. Það
hafa mágkonur mínar, systur hennar, gjört í minn stað.
í sumar datt mér í hug að bregða út af venju og fara
nú sjálfur með blóm út á leiðið einu sinni. Um kvöldið
var ákveðið, að ég átti að vera á miðilsfundi hjá frú Láru
Ágústsdóttur og hugsaði ég mér þá þegar, að þetta væri
tækifæri til þess að ég gæti fengið góða sönnun hjá henni,
því að oft hefi ég orðið þess var, að stjórnendur hennar,
systir Clementia eða Minerva litla, mig minnir oftar hin
síðarnefnda, hafa farið nærri um, hvar fundarmenn hafa
verið og hvað aðhafzt yfir daginn, og væri þá eklci ólík-
legt, að hún gæti sagt mér eitthvað um þetta ferðalag mitt.
Ég lét engan vita um þetta til þess að engar fregnir gætu
borizt af því. Ég fór þá niður í blómaverzlunina Flóru í
Austurstræti og bað um fallegt blóm til að leggja á leiði.
Leiðbeindi afhendingarstúlkan mér með val á því og seldi
mér urtapott með stóru, fallegu blómi og spurði, hvert hún