Morgunn - 01.12.1938, Side 84
208
MORGUNN
(eða krús, man ekki hvort orðið). „Hvað var í henni?“
spurði ég. „Það var blóm,“ svaraði hún hiklaust. „Það var
ilmur af því. En þú komst of seint.“ Og eitthvað fleira
sagði hún og endurtók með þó nokkurri áherzlu þetta
seinasta, að ég hefði orðið of seinn. Þetta svar líkaði mér
þegar mjög vel, því að krúsin með blóminu gat ekki
annað verið, en urtapotturinn, sem ég hafði keypt. Ilm-
inum hafði ég ekki tekið eftir, enda ekki sérlega lykt-
næmur eða mikill blómaþekkjari. En blómið var „hor-
tensia“ og hefir mér síðan verið sagt, að af því sé lítill
eða enginn ilmur. Ekki áttaði ég mig þegar á, hvað hún
átti við með því, að vera svo ákveðin í, að ég hefði orðið
of seinn, því að þótt þetta umstang mitt með blómið tefði
mig frá að finna frú Kvaran, svo að ég varð of seinn
að hitta hana heima, þá gerði ég ekki ráð fyrir, að það
væri orðið of seint, að bjóða henni á minningarhátíð okk-
ar. Hún hafði að sjálfsögðu staðið til, en af ýmsum at-
vikum ekki verið fastákveðið, nær hún yrði, fyr en kvöld-
ið 1. júní, sem áður er getið. En næsta morgun hringdi
ísleifur Jónsson til mín, og sagði mér að við hefðum
misst af miðvikudagskveldinu til að halda minningar-
fundinn, því að G. T. stúkan „Einingin“, sem Einar Kvar-
an'var félagi í, hefði orðið á undan okkur að bjóða fjöl-
skyldunni á minningarsamkomu, sem stúkan ætlaði að
halda þetta sama kvöld. Þótti mér þetta æði mikið miður,
því að þótt Einar H. Kvaran væri tryggur templari og
hiklaus skoðun hans um heimsku og skaðsemi áfengis-
nautnar, þá var þó hugur hans allur aðallega á sálar-
rannsóknunum og fannst mér því að við hefðum átt að
verða á undan öðrum að heiðra minningu hans. Þóttist
ég nú sjá og þykist enn sjá, að þetta hafi Mínerva
litla átt við, er hún svo ákveðið og nærri því áfjáð
ítrekaði að ég hefði orðið of seinn, að hún hafi ein-
hvern veginn orðið þess áskynja, að mér mundi þykja
þetta máli skipta, og mér þótti það svo, að eptir
að ég hafði talað um þetta við frú Kvaran, gjörði