Morgunn - 01.12.1938, Qupperneq 85
MORGUNN
209
% jafnvel tilraun, til að fá þessu breytt og stúkuna
Eininguna til að gefa okkur eftir kvöldið. En stúkan hafði
þegar haft þann viðbúnað, að það gat af eðlilegum ástæð-
Urn ekki látið sig gera, þótt þeir tækju málaleitun okkar
vinsamlega.
En ég vík svo aftur að Láru-fundinum, því að ekki var
honum lolcið enn. Minerva spjallaði mikið við marga fund-
armenn og þar á eftir fóru að koma líkamningar. Kom
þá ein líkamning til mín og var sagt að það væri ída,
konan mín. Hún stóð rétt fyrir framan mig, en slæða var
yfir höfðinu, svo að ég gat ekki séð andlitið til að þekkja
hana, en vöxturinn var mjög líkur og allsendis ólíkur vexti
íniðilsins. Ég spurði, hvort það væri Ida. Líkamningin
svaraði sjálf „já“ rétt fyrir framan mig í hálfum hljóð-
Urn, en vel heyranlega. Ég spurði: „Iívernig líður þér?“
°g svarið kom á sama hátt: „vel“. Þá spurði ég hvar ég
hefði verið í dag, en þá kom svarið frá Mínervu úr sæti
niiðilsins: „Á leiði, og þú gjörðir merki.“ Þetta var gott
svar og kom heim við það, sem áður var sagt og nú var
Oefnt leiðið, en ekki í fyrra sinn. En merkið kannaðist ég
ekki við, en þó hefði fyrir nálægan áhorfanda getað litið
svo út, er ég bograði við að grafa fyrir urtapottinum, sem
eg væri að gjöra t. d. krossmark, þó að svo væri ekki. Þá
spurði ég, hvort hún myndi hvaða dagur væri í dag, og
aftur kom svarið frá Mínervu: „Áraskipti“, en eins og
úður er getið, var afmælisdagur konu minnar, og auðskilið,
að Mínerva orðaði það þannig.
Enn spurði ég hana, hvort hún gæti sagt mér, hvað ég
hefði verið vanur að kalla hana. Mínerva leitaðist við að
svara því; hún tæpti á fyrsta bókstafnum, svo ég hélt
að það væri að koma, en það tókst þó ekki í þetta sinn.
Guðmundur Einarsson í Hergilsey hefir sagt frá því í
Morgni, að hann spurði oft líkrar spurningar og fékk um
síðir svarið.
Margar fleiri spurningar hefði legið nærri að spyrja
Um. sem sennilega hefðu gefið fleiri sannanir og upplýs-
14