Morgunn - 01.12.1938, Side 88
212
MORGUNN
að velja. í þessu efni mun ekki næsta mikið að sæltja til
Norðurlanda, og hin lang merkustu blöð og tímarit um
spíritisma eru gefin út á ensku, en þó líka merk tímarit
á frönsku og ítölsku. Þessi tvö mál lesa svo fáir hér á
landi, að víst má ganga fram hjá þeim og af öðrum ástæð-
um líka óhætt að sleppa því, sem kemur út í Vesturheimi,
en halda sig að Englandi einu. Þar koma út þrjú viku-
blöð, sem lesin eru um allan heim. Er þar fyrst að nefna
Light, sem tvímælalaust er þeirra merkast. Það er ákaf-
lega vandað blað um allan frágang og hefir því geysi-
mikinn orðstír, enda efni þess mjög með vísindalegu sniði.
En fyrir þá, sem óvanir eru að lesa ensku, er það líka
erfiðast þessara þriggja blaða, og þegar af þeirri ástæðu
kynni mörgum að vera hentugra að halda fremur annað
blað, a. m. k. meðan þeir eru að fá æfingu í að lesa um
sálræn efni á ensku. Fyrir slíka lesendur er Psychic News
líklega aðgengilegast. Það er langt um alþýðlegra og skrif-
að mjög í blaðamensku stíl, fjölbreytt og fjörlegt og stund-
um dálítið óvægið við andstæðingana. Til þess að fylgjast
með gangi hreyfingarinnar á Englandi er ef til vill meira
á þessu blaði að græða en nokkru öðru. Þriðja vikublaðið
er The Tivo Worlds. Það er mjög hógvært í anda og má
heita alþýðlega skrifað. Sæmilegt fréttablað er það einnig.
Ýmsir prestar standa að því og sumir þeirra mjög nafn-
kunnir. Birtast þar iðulega ræður eftir þá og má vera,
að þar fyrir eigi það sérstakt erindi til prestastéttar-
innar. Hér kosta þessi blöð hvert um sig kr. 14,40, sem
eftir okkar hugmyndum má heita ótrúlega lágt verð, þeg-
ar þess er gætt, hve geysimikið efni þau flytja.
Þá eru tímaritin. Þar kemur sérstaklega til álita árs-
fjórðungsritið Psychic Science, sem er stórmerkilegt rit.
Það kostar hér kr. 7,20. Annað er Occult Review, sem
einnig er ársf jórðungsrit, en talsvert stærra og kostar hér
10 krónur. Eins og nafnið bendir til, fjallar rit þetta um
dulfræði almennt, en mjög er þar margt, sem á erindi
til spiritista. Það hefir ávallt notið mikils álits.