Morgunn - 01.12.1938, Page 90
214
MORGUNN
varasemi var hún ófús á að fara á fund frú Doyle, nema
hún hefði fulla vissu fyrir sér.
Hún sagði því ákveðið: „Þú verður að gefa mér sönnun
fyrir, að það sért þú sjálfur". Röddin svaraði með því,
að koma með upphafsstafina á nöfnum allra í fjölskyld-
unni. Þegar hún grennslaðist eftir, komst hún að því að
þeir voru allir réttir. Hún var þó enn hikandi og sagði við
röddina: „Hvar á ég að finna konuna þína?“
Ekki stóð á svarinu. Röddin sagði þegar símanúmer, en
tók fram að hún mundi ekki finna það í símaskránni, það
væri einkasími fyrir Doylebústaðinn í nánd við Nýskóginn.
Það var rétt sem röddin sagði og skömmu síðar kom hún
að tali við frú Doyle.
Um þetta leyti streymdu úr öllum áttum inn á Doyle-
fjölskylduna skilaboð , sem tjáðu sig vera andaskeyti. Frú
Doyle og synir hennar tveir sögðu sem eðlilegt var, að þau
gætu ekki kannazt við, að andaskeyti væru frá Sir Arthur,
nema sönnun fylgdi fyrir því, að þau væru áreiðanleg.
Skozka konan sagði frú Doyle sögu sína. Frúin hlýddi
á hana með mikilli kurteisi, en stóð fast á því, að hún yrði
að hafa meiri sönnun.
Fáum dögum síðar heyrði konan röddina aftur. Hann
sagðist vita allt um undanfærsluna, en hann ætlaði nú að
sanna sig gegnum þennan nýja miðil sinn.
Hann sagði henni að fá fund með frú A. E. Deane, anda-
ljósmyndara, og hann ætlaði að birtast á myndaplötu. Hún
fékk þá fund hjá frúnni án þess að segja til nafns síns, og
andlit Sir Arthurs kom á einni plötunni.
Myndin var sýnd frú Doyle, sem kannaðist við, að hún
væri eptirtakanlega lík manni hennar, en enn þá vildi hún
fá meiri sönnun.
Fáum dögum síðar var miðillinn í bústað sínum í Lond-
on. Hún var nýlega vöknuð og hafði gengið inn í annað
herbergi. Þegar hún kom aftur inn í svefnherbergið fann
hún lykil, sem lá á koddanum.
Hún undraðist að sjá þennan lykil, hann gekk ekki að