Morgunn - 01.12.1938, Side 92
216
MORGUNN
brigðum, er ég hiklaust sannfærður um, að sú þekking,
sem fæst með einlægri og óþreytandi rannsókn á þessum
efnum, veitir hverjum, sem það gjörir, ef til vill hina
mikilvægustu sálræna og andlega reynslu, sem unt er að
öðlast í jarðlífinu.
Ég tel það áreiðanlega víst, að nú lifa miljónir manna,
sem trúa því, að hin ómetanlegasta þekking, sem þeir
nokkurn tíma geti vonazt eftir að öðlazt, sé að fá sönnun
fyrir því, að tilveran haldi áfram eftir dauðann, fyrir
framhaldslífi persónuleikans og hæfileikanum að geta náð
sambandi við framliðnar vitsmunaverur.
Það er lýsandi viti gegnum myrkur vonleysis og sálar-
hungurs; skær rödd hrópandi í eyðimörk blekkingar og
vonbrigða; hughreystandi handartak í viltum æðisgangi
mannfélagsskipunarinnar; huggun og blessun fyrir alla
þá, sem þá geta glaðst og sagt: „Þetta mun einnig líða
hjá. Því að það er einungis skóli, þar sem ég er að undir-
búa mig fyrir yfirgripsmeira, hamingjusamara og óend-
lega mikilsverðara starf.“
Sjálfsagt eru allmargir góðviljaðir menn — helzt meðal
þeirra, sem meðlæti eiga að fagna — sem aldrei hafa
vegna hungurs safnað dreifðum molum, sem falla af borði
hins ríka; menn, sem aldrei hefir að vörum þeirra verið
borinn bikar, blandaður beisku galli dauðans. Þeir geta
með fulikomnu kæruleysi lýst yfir: „Einn heimur nægir
mér í einu, annað hirði ég ekki um“.
Annaðhvort er, að þessir menn vita alls ekkert um það
feykilega sannanamagn fyrir framhaldslífi eftir dauðann,
sem safnað hefir verið af ótrauðum vísindamönnum og
mönnum, með alviðurkenndu frægðarorði fyrir vitsmuni
og hæfileika, eða þeir hafa vitnisburð þessara manna að
spotti, sem væri það draumarugl.
En þó er þessa efnishyggjumenn, þótt sorglegt sé, eins
oft að finna meðal kirkju- og skólamanna, eins og í þétt-
skipuðum röðum veraldarmanna, þar sem efasýki og efnis-