Morgunn - 01.12.1938, Qupperneq 93
MORGUNN
217
hyggja þróast svo vel og þar sem umburðarleysi vaxandi
vitsmunþroska kyrkir hverja hugsun, er upp á við leitar.
Að þeir hafa ekki jafnvel hinn minsta snefil af með-
vitund um æðri tilveru, lýsir sér í drýgindalegu sjálfs-
trausti, í sjálfbirgingslegum sérþótta vegna vitsmunayfir-
burða og í gagngjorðri fyrirlitning eða lítilsvirðing á þeim,
sem játa einlæga trú á endurfæðing í grænu haglendi eilífs
lífs.
Fyrir þessa athugalitlu menn er þessi bók rituð í þeirri
von, að eitthvað af því, sem skýrt er frá um afstöðu fram-
haldandi vitsmunalífs til vísindanna gæti vakið áhuga á að
rannsaka.
Þess má minnast, að auðugar og heillandi bókmenntir
eru til um þetta efni, og auðveldur aðgangur að miklu af
þeim fyrir þá, sem vilja leggja á sig að kynna sér þær.
I bókasafni Sálarrannsóknafélagsins eru mörg þúsund
ritgjörða og hundruð af bókum og skýrslum á öllum tung-
um um þetta efni.
Öll efsta hæðin í Hyslopshúsi, aðalstöð ameriska sálar
rannsóknafélagsins í New York, er höfð fyrir safn af
bókum, tímaritum og skýrslum, sem gleðja mundu hvern
þann mann, sem leggur stund á dulvísindi.
Hvenær, sem þér lesið og iðkið þessi efni, þá munið
þetta lúðurkall stórskáldsins Brownings til spottaranna:
Allt það, sem yfir höfuð er,
varir um eilífð, óafturkallanlega;
jörðin breytist, en sál þín og guð standa stöðug.
Hvað sem bústað tók hjá þér,
Það var og er og mun vera.
Hjól tímans veltur aftur eða stöðvast:
Leirkerasmiðurinn og leirinn varir stöðugt.
Þýtt af Kr. D.