Morgunn - 01.12.1938, Page 99
MORGUNN
223
Svo liðu næstu ár, að ekkert gjörðist og 14. sept. gleymd-
ist; og er ekki líka Norðurálfan stöðugt í ófriðarumbrot-
um.
En þá kom hínn eftirminnilegi miðvikudagur í haust,
14. sept. Fundarmenn, sem þann morgun voru saman
komnir spurðu þá stjórnandann, hvaða aðferð þeim í anda-
heiminum þætti ráðlegust í þeirri ófriðarhættu, sem nú
vofði yfir, og fengu það svar, að þeir sem fylgja vildu
ráðum þeirra, mundu fara á fund þess, sem þeir væru
ósáttir við og reyna blátt áfram og hreinskilnislega að
koma á sátt og samkomulagi.
Að kveldi sama dags, 14. sept, voru fundarmenn aftur
saman komnir, og þegar komið var að fundarlokum hætti
White Eagle og spurði, hvað klukkan væri. Hana vantaði
fáar mínútur í níu. Þá las hann bæn og lofaði guð fyrir
að vilja andaheimsins hefði verið fullnægt, dúfa friðarins
send út.
Daginn eftir fréttum við, að stjórnarforsetinn væri flog-
inn til fundar við þýzka leiðtogann. Og það með, að ráðu-
neytið enska hefði samþykkt, að hafa þessa aðferð, klukk-
an níu kvöldið fyrir, á sama tíma, sem stjórnandinn sagði,
að dúfa friðarins hefði verið send á stað. Það var hinn
eftirminnilegi 14. sept., sem var sagður fyrir f jórum árum
áður. Þann dag var sú ákvörðun og aðferð tekin, sem
leiddi til þess, að styrjöldinni, sem kunnugt er, varð af-
stýrt að sinni og stjórnendurnir hafa sagt, að það muni
engin styrjöld verða og mun því mega treysta. En þó að
enn séu viðsjár og mörg ágreiningsmál þjóðanna óútkljáð
°g hvað sem í kann að skerast á komándi árum, þá mundi
ofmælt að málefni sálarrannsóknanna og sannanir fram-
haldslífs væru í húfi . Til þess eru þær á of rambyggi-
legum rökum reistar.
K. D.