Morgunn - 01.12.1938, Qupperneq 102
226
MORGUNN
áf Ivy, hinum glaðlynda blökkustj órnanda miðilsins, sína
gjöf. Það var perluhálsband, líkt þeim, sem Indíánakonur
bera.
Mín gjöf var flöt málmplata, sem mér var sagt að væri
minjagripur frá löngu liðnum tíma, og hann mundi minna
mig á hina gömlu góðu daga. Þegar ég síðan skoðaði hana
í birtu, sá ég að það var málmskífa.
Á annari hliðinni var höfuðmynd og bókstafirnir „Ge-
orgivis III. Dei Gratia"1 2). Hinu megin er konunglegur
merkisskjöldur með kórónu yfir og í hring í kring þessi
orð: „Til minja um hina góðu, gömlu daga 1788.“
Vera Poncin, kona listamannsins, fékk lítinn, alldýr-
mætan stein. „Hann sýnir tvö Ijósbrigði koma saman,“ var
henni sagt. Þegar við skoðuðum hann seinna, sýndist hann
vera líkur „opal-steini“, en það voru tvö ólík litarbrigði í
honum.
Seinasta gjöfin var til vinkonu minnar. Var henni sagt,
að hún mundi minna hana á gamla hefðarkonu í anda-
heiminum, sem þætti mjög vænt um hana. „Hún er mynd-
uð frá framhliðinni", sagði stjórnandinn okkur.
Við sáum á eftir, að þetta var lítið nisti, og að í því
var mannshár. Síðar sagði vinkona mín mér, að amma sín
hefði átt nisti líkt þessu.
Hvaðan þessir tilflutningar komu, veit ég ekki. En hinir
andlegu gefendur staðhæfa jafnan, að það séu munir, sem
hafa glatazt eða hafa einhverra hluta vegna ekkert gildi
fyrir upphaflega eigendur sína.
Ivy var mjög upp með sér út af sinni mynd og það
voru hinir stjórnendurnir líka. Frú Caillard1) talaði sjálf-
stæðri rödd í gegnum „firðhljóðann“; það er sálrænt á-
hald, uppfundið af A. J. Ashdown í samvinnu við látna
vísindamenn. — Það er mjög mikil bót að því fram yfir
1) Georg 3. Englakonungur 1760—1820. Dei gratia = af guðs náð.
2) Stórauðug hefðarfrú 1 London, dáin 1935; ánafnaði spiritista-
félagi (Society of Progressive Souls) eftir sig höll, sem hún átti.