Morgunn - 01.12.1938, Síða 104
228
MORGUNN
Hagalagðar.
Snæbjörn Jónsson tíndi.
, ... ., . Einn hmn kunnasti og athafnamesti þeirra salar-
Mioilshærileikinn. ,, , _
rannsoknamanna, sem nu eru uppi, er Horace
Leaf. Sir Arthur Conan Doyle mat hann svo mikils og bar svo mik-
ið traust til hans, að hann tilnefndi hann sem eftirmann sinn, enda
hefir Leaf nú um langt skeið farið nálega um allan heim í því
skyni að efla þekkingu á sálarrannsóknum og spíritisma. Nýlega
er komin út eftir hann bók, sem nefnist What Mediumship Is (Hvað
miðilsgáfa er. Verð 3/6). Er henni mjög fagnað í blöðum sálar-
rannsóknanna og hún á vafalaust erindi til allra spíritista. Þyk-
ir því rétt að vekja athygli íslendinga á henni.
. . í júlíhefti tímaritsins Psychic Science er sagt frá
” ° nlelnl"£ nýrri bók, The Other Life (Annað líf. Verð 3/6)
enga gerir sto . eng^an prest, D. H. D. Wilkinson, sem sjálf-
ur er miðill. Segir hann þar frá margháttaðri eigin reynslu, sem
meðal annars hefir fært honum heim sanninn um það, að einlægur
og háleitur tilgangur er ekki einhlítur, þegar um er að ræða að
stofna til sambands við andaheiminn, heldur er þekking líka óum-
flýjanleg nauðsyn, ef alt á að vera öruggt. Mundi sú bending orð
í tíma talað til margra hér á landi, slíkt vanþekkingarkák, sem hér
er því miður án efa talsvert algengt í þessu efni, samfara mikilli
auðtrygni. „Auðtrúa þú aldrei sért“. Þau varnaðarorð Hallgríms
væri vel að menn vildu festa sér í minni, er þeir telja sig standa
í sambandi við annan heim. Það er einmitt auðtrygnin, sem hinir
vitrustu og fróðustu sálarrannsóknamenn eru sí og æ að vara við
(sbr. t. d. Morgunn, 2. ár, bls. 121). Er þarna, að því er eg hygg,
um að ræða þann voða, sem þegar minst varir getur valdið ágætu
málefni þeim hnekki, er langa tíma taki að vinna upp, og vafalaust
hefir þegar átt mikinn þátt í að skapa ímugust á málinu hjá ýms-
um skynsömum mönnum og mentuðum, sem ekki eru því sjálfu
nógu kunnugir. Á sambandsfundi, sem eg var á í byrjun þessa árs,
gerði vart við sig (að því er talið var) einn hinna spakvitrustu ís-
lendinga, sem uppi voru á nítjándu öldinni. Komst hann við þetta
tækifæri að orði á þá leið, að fyrir spíritismann væri eklci til nein
utanaðkomandi hætta, heldur væri hana aöeins að óttast innan frá.
Þetta er alveg efalaust sannleikur, og hættan, sem hann átti við,
er fáfræði og auðtrygni spíritista sjálfra. Það er líka geysilegt
kapp, sem sálarrannsóknamenn erlendis, á Englandi, Frakklandi,