Morgunn


Morgunn - 01.12.1938, Side 108

Morgunn - 01.12.1938, Side 108
232 MORGUNN Sálfarir. að dr. Geley látnum árið 1924. Rit hans eru mörg og öll gagn- merkileg. Má einkum nefna (í enskri þýðingu) Lucidity and Intui- tion, auk þeirrar bókar, sem að ofan getur. Merkustu bókina, sem til er um sálfarir (The Case for Astral Projection) rituðu þeir í félagi hinir nafntoguðu sálarrannsóknamenn Sylvan Muldoon og Here- ward Carrington. Nú er Muldoon að vinna að nýju riti um þetta rannsóknaratriði og hefir snúið sér til blaða og tímarita sálar- rannsóknamanna um víða veröld um að skora á þá lesendur sína, sem einhverja reynslu hafi af því haft, að hafa farið úr líkaman- um, að þeir skýri honum frá þeirri reynslu sinni, hvort sem hún hefir verið mikil eða lítil. Utanáskrift hans er: Sylvan Muldoon, Muldoon Building, Darlington, Wisconsin, U. S. A. Nokkur ástæða er til að ætla, að hæfileikinn til sálfara sé einmitt óvenjulega aigengur á íslandi. Eg vildi nú mjög eindregið skora á hvern þann lesanda þessarar greinar, sem orðið hefir var við hann hjá sér, að skrifa Sylvan Muldoon sem allra-ítarlegast um reynslu sína. Þeir, sem ekki geta skrifað á ensku, þýzku eða frönsku, verða að skrifa á íslenzku, og mun hann án efa geta fengið ein- hvern í Ameríku til að þýða fyrir sig. Athugið það, lesendur góð- ir, að með því að verða við þesari ósk eruð þið að stuðla að því, að mannkyninu aukist vísindaleg þekking á þessu merkilega úr- lausnarefni, og minnist þess, að beðið er um frásögn ykkar hversu litla reynslu sem þið hafið á þessu sviði, ef hún aðeins er ein- hver. Setjið því ekki ljós ykkar undir mæliker. Eftir Hereward Carrington, sem nefndur var hér að ofan, er enn nýkomið út mikið rit og merkilegt, The Psychic World (Heimur sálarinnar. Verð 12/6). Eitt af viðfangsefnum sálarrannsóknanna er blik (aura) mannsins. Sumir skygnir menn hafa sérstakan hæfileika til að sjá blikið. Á meðal þeirra er hinn frægi enski miðill Mrs. Bertha Harris. Hún hefir gert mjög merkilegar athuganir á þessu sviði og skýrði frá þeim í fyrirlestri, sem hún hélt í sumar í British College of Psychic Science í Lundúnum og vakti mikla athygli (sjá Light 14. júlí). Eitt af því eftirtektar- verðasta var það, sem hún sagði um blik geðbilaðra manna. Blikið segir til um eðli sjúkdómsins. Þegar um andsetni er að ræða er blikið tvöfalt, eða réttara sagt blikin tvö og ganga á víxl. í floga- veiki hverfur blikið af neðri hluta líkamans, og virðist það vera í góðu samræmi við skilning (því væntanlega má tala hér um skiln- ing) læknavísindanna á því, sem þau nefna aura epileptica (floga- veikisblik). Bertha Harris getur lesið út úr bliki mannsins skap- Blik mannsins.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.