Morgunn


Morgunn - 01.12.1938, Page 110

Morgunn - 01.12.1938, Page 110
234 MORGUNN fengið nafntogaða brautryðjendur spíritismans til þess að halda fyrirlestra á sínum vegum, og nú vekja alþjóða-athygli rannsóknir þær á fjarhrifum, sem Dr. Rhine er að gera við Duke University. Við Lundúnaháskóla hefir verið myndað svonefnt sálarrannsókna- ráð (University of London Council for Psychical Investigation). Má vera, að alt þetta bendi til vaknandi skilnings á mikilvægasta málinu, en vissast er þó að spenna ekki vonabogann altof hátt Hafi nokkurn tíma verið nokkrir þeir tveir hlutir, sem segja mátti að ekki ættu saman nema nafnið, þá er það blaðamenska á Eng- landi annarsvegar og á Islandi hinsvegar. Al- ment verður vitaskuld ekki út í þá sálma farið í Morgni, heldur aðeins minst á eitt atriði. Líklega ekki eitt einasta þjóðmálablað né alment fræðiblað enskt leiðir með öllu hjá sér umræður um andleg mál. Þar í landi eru andlegu málin, og hafa öldum saman verið, eitt af hin- um daglegu umræðuefnum, sem allir láta til sín taka. Þau mál gætu því blöðin ekki látið liggja í þagnargildi jafnvel þótt þau vildu, því þar með væru þau að hrinda frá sér athygli fólksins — en þar eins og annarstaðar er hún vitanlega lífsuppspretta blað- anna. Á síðari tímum er spíritisminn æ meir og meir að verða þáttur í þessum umræðum. Fyrir utan stakar greinar eru blöðin sí og æ að flytja um hann langa greinaflokka. í rauninni má segja, að sá þáttur hef jist fyrir nálega aldarf jórðungi, þegar North- cliffe lávarður birti í Weekly Dispatch hinn fræga greinaflokk eftir prestinn George Vale Owen (þ. e. a. s. hann skrifaði greinarnar ósjálfrátt) um lífið fyrir handan. Á þeim greinum græddi North- cliffe stórfé, því að kaupendatala blaðsins jókst svo, að slíkt var með öllu dæmalaust, og auglýsingarnar vitanlega að sama skapi, því að á Englandi fer auglýsingamagn blaðanna eftir útbreiðslu þeirra. En ný alda, sem enn er að hækka, reis með greinunum í Daily News 1929. Það blað lét þá fara fram atkvæðagreiðslu um spíritismann meðal lesenda sinna, með þeim árangri, að 58% reyndust að vera spíritistar, en 42% hölluðust til andstöðu. Aftur tók Daily Sketch atkvæði meðal sinna kaupenda 1936, og töldust 53% þeirra spíritistar, 46% andvígir, en 1% á báðum áttum. — Eitt af því, sem þarna er athyglisvert er það, að hundraðstala spíritista er til muna hærri hjá því blaðinu, sem hefir svo miklu mentaðri lesendur. Nú í seinni tíð hefir hvert blaðið eftir annað gert út menn til þess að rannsaka kenningar spíritista, og valið til þess þá eina, sem áður voru málinu ókunnugir. Sunday Pictorial gerði út Victor að svo komnu. Barnsleg ósér- plægni? Sálar- svefn? Eða hvað?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.